Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. september 2025 20:00 Ofurpæjan og skartgripahönnuðurinn Karó Björns ræddi við blaðamann um tískuna. SAMSETT „Ég syrgi það mjög að búa ekki lengur heima og hafa ekki aðgang að sameiginlega fataskápnum okkar mömmu og pabba,“ segir tískudrottningin og verðandi skartgripahönnuðurinn Karólína Björnsdóttir. Blaðamaður ræddi við hana um tískuna og tilveruna. Karólína er 24 ára gömul og starfar í tískuversluninni Andrá Reykjavík. Hún hefur vakið athygli fyrir skartgripalínu sína Karó Pieces sem er einmitt til sölu í Andrá. Karólína er á bak við Karó Pieces skartgripalínuna.Aðsend „Ég flyt út til Rómar núna í lok mánaðar í þriggja ára Bachelor nám í skartgripahönnun. Ég hef þó verið að gera skartgripi í mörg ár. Ég útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands í fyrra og kláraði eins árs fornám í Tækniskólanum núna í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt, það eru svo margir stílar sem virka á ólíkan hátt á mismunandi týpum, finnst mjög gaman að sjá fólk tjá sig á sinn hátt og finna sinn eigin stíl. Ofurpæjan og skartgripahönnuðurinn Karó Björns ræddi við blaðamann um tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er Thelmu Core Flúff jakkinn minn eftir hæfileikaríku vinkonu mína Thelmu Gunnarsdóttur fatahönnuð. Uppáhalds flíkin hennar Karó eftir fatahönnuðinn Thelmu Gunnars, sem er einmitt hönnuðurinn á bak við Suskin töskurnar.Aðsend Mér þykir endalaust vænt um hann og mér líður alltaf eins og ég sé að fara að gifta mig þegar ég fer í hann. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ekki beint. Ég er með nokkrar flíkur sem ég teygi mig oft í, þar á meðal prjónuðu peysurnar mínar sem ég og mamma höfum prjónað saman í gegnum tíðina. Karó í uppáhalds peysunni sem hún prjónaði með mömmu sinni Birnu hárgreiðsludrottningu!Saga Sig Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann sé frekar stílhreinn og bjartur. Ég sækist miklu meira í ljósu flíkurnar mínar heldur en þær dökku. Ég hef mjög gaman af layering en fíla líka að halda outfittinu frekar einföldu og þá kannski bæta við einhverjum skemmtilegum fylgihlutum. Karó sækir meira í ljósa liti og elskar fylgihluti.Sigríður Margrét Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, ég myndi segja það, Ég hef gengið í gegnum alls konar tímabil og stíllinn minn hefur þróast með mér. Mér finnst mjög gaman að vera í notuðum (e. second hand) flíkum og mér þykir mjög vænt um að fá í láni fötin frá mömmu og pabba og jafnvel ömmu og afa og geta gefið gömlu fötunum þeirra nýtt líf. Svo auðvitað eftir að ég byrjaði að vinna í fallegu Andrá Reykjavík hefur fataskápurinn minn tekið mjög jákvæðum breytingum til hins betra, þar sem ég er umkringd fallegum flíkum á hverjum degi. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Nýturðu þess að klæða þig upp? Já algjörlega, ég trúi á það að ef þú lúkkar vel þá líður þér vel. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að manni líði vel. Besta outfitt-ið er alltaf þegar maður er í einhverju sem manni líður vel í. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í mömmu mína, Birnu Hermannsdóttur hárgreiðslumeistara. Hún er mikil tískudrottning og fagurkeri. Ég syrgi það mjög að búa ekki lengur heima og hafa ekki aðgang að sameiginlega fataskápnum okkar mömmu og pabba. Svo fæ ég líka mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig samstarfsfólki og vinum. Karó sækir innblástur í foreldra sína og vini.Sigríður Margrét Hvað varð til þess að þú byrjaðir í skartgripagerð? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á alls konar handverki og hef lengi verið að gera skart úr steinum og skeljum sem ég hef safnað. En það var eiginlega ekki fyrr en ég kláraði sálfræðina og byrjaði í Tækniskólanum sem ég fór á fullt í skartgripagerð. Ég byrjaði einfaldlega á því að leyfa fólki að fylgjast með því sem ég var að gera, með því að opna Karo Pieces Instagramið í byrjun árs og viðbrögðin voru svo góð að það hvatti mig áfram. Fyrsti gripurinn sem vakti athygli fólks var Neck Piece, prjónaður kragi sem átti bara að vera partur af skólaverkefni, eftir það fór ég af stað með Karo Pieces. Í dag samanstendur skartgripalínan mín Karo Lina Pieces af silfurskartgripum og skeljahálsmenum. Karó glæsileg með Karó Lina Pieces. Sigríður Margrét Hvaðan sækirðu innblástur í skartgripagerðinni? Ég fæ mikinn innblástur úr íslenskri náttúru, steinum, skeljum, kristöllum og dýrabeinum, mér finnst grófleiki mjög heillandi og sú hugmynd að klæða líkamann fallegu skarti. Auk þess fæ ég mikinn innblástur frá list og listamönnum - einn uppáhalds listamaðurinn minn er Gerd Rothmann. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Vissir þú alltaf að þig langaði að starfa í tísku- og hönnunarheiminum? Já, ég myndi segja það. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þessum heimi og fundist ótrúlega gaman að fylgjast með fólki vera að skapa og deila því með öðrum. Mér finnst það sýna hugrekki að þora gera það sem mann langar til og að hafa trú á sjálfri sér. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Hvað finnst þér mikilvægast þegar það kemur að skartgripum? Ekkert mikilvægara en annað, skartgripir geta þjónað svo mismunandi hlutverkum. Mér finnst skartgripir vera mjög persónulegir og finnst fallegt hvernig þeir geta verið með eitthvað tilfinningalegt gildi fyrir manneskjunni en svo líka bara verið fallegir fylgihlutir. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, allt í boði! You do you. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Pelsar eru alltaf heitir. Þegar líða fer á haustið er ég komin aftur í pelsana mína og helst sem fyrst. Karó elskar pelsa!Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vera þú sjálfur og hafa gaman! Hvað er á döfinni? Ég er ótrúlega spennt að flytja út, mennta mig og halda áfram með Karo Lina Pieces. Undanfarið hef ég fengið ótal spennandi tækifæri og verkefni sem mér þykir mjög vænt um. Það sem stendur upp úr er þegar Andrá Reykjavík tók Karo Lina Pieces í sölu eftir að hafa gefið mér tækifæri til að sýna línuna mína hjá þeim á Menningarnótt, sem var ótrúleg upplifun! Karó hannaði mega gelló glingur fyrir Suskin töskurnar.Aðsend Einnig samstarf mitt við Suskin, þar sem ég hannaði Bag charms fyrir pop-uppið þeirra í sumar, og síðast en ekki síst þegar Karo Lina pieces var notað í tónlistarmyndbandi hjá Of Monsters and Men. Ég er svo þakklát fyrir þessi dýrmætu tækifæri og hlakka mjög til framhaldsins. Nanna í Of Monsters And Men með hálsmen frá Karó.Skjáskot Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Karólína er 24 ára gömul og starfar í tískuversluninni Andrá Reykjavík. Hún hefur vakið athygli fyrir skartgripalínu sína Karó Pieces sem er einmitt til sölu í Andrá. Karólína er á bak við Karó Pieces skartgripalínuna.Aðsend „Ég flyt út til Rómar núna í lok mánaðar í þriggja ára Bachelor nám í skartgripahönnun. Ég hef þó verið að gera skartgripi í mörg ár. Ég útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands í fyrra og kláraði eins árs fornám í Tækniskólanum núna í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt, það eru svo margir stílar sem virka á ólíkan hátt á mismunandi týpum, finnst mjög gaman að sjá fólk tjá sig á sinn hátt og finna sinn eigin stíl. Ofurpæjan og skartgripahönnuðurinn Karó Björns ræddi við blaðamann um tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er Thelmu Core Flúff jakkinn minn eftir hæfileikaríku vinkonu mína Thelmu Gunnarsdóttur fatahönnuð. Uppáhalds flíkin hennar Karó eftir fatahönnuðinn Thelmu Gunnars, sem er einmitt hönnuðurinn á bak við Suskin töskurnar.Aðsend Mér þykir endalaust vænt um hann og mér líður alltaf eins og ég sé að fara að gifta mig þegar ég fer í hann. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ekki beint. Ég er með nokkrar flíkur sem ég teygi mig oft í, þar á meðal prjónuðu peysurnar mínar sem ég og mamma höfum prjónað saman í gegnum tíðina. Karó í uppáhalds peysunni sem hún prjónaði með mömmu sinni Birnu hárgreiðsludrottningu!Saga Sig Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að hann sé frekar stílhreinn og bjartur. Ég sækist miklu meira í ljósu flíkurnar mínar heldur en þær dökku. Ég hef mjög gaman af layering en fíla líka að halda outfittinu frekar einföldu og þá kannski bæta við einhverjum skemmtilegum fylgihlutum. Karó sækir meira í ljósa liti og elskar fylgihluti.Sigríður Margrét Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, ég myndi segja það, Ég hef gengið í gegnum alls konar tímabil og stíllinn minn hefur þróast með mér. Mér finnst mjög gaman að vera í notuðum (e. second hand) flíkum og mér þykir mjög vænt um að fá í láni fötin frá mömmu og pabba og jafnvel ömmu og afa og geta gefið gömlu fötunum þeirra nýtt líf. Svo auðvitað eftir að ég byrjaði að vinna í fallegu Andrá Reykjavík hefur fataskápurinn minn tekið mjög jákvæðum breytingum til hins betra, þar sem ég er umkringd fallegum flíkum á hverjum degi. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Nýturðu þess að klæða þig upp? Já algjörlega, ég trúi á það að ef þú lúkkar vel þá líður þér vel. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að manni líði vel. Besta outfitt-ið er alltaf þegar maður er í einhverju sem manni líður vel í. View this post on Instagram A post shared by Karólína Kristbjörg Björnsdóttir (@karolinabjorns) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í mömmu mína, Birnu Hermannsdóttur hárgreiðslumeistara. Hún er mikil tískudrottning og fagurkeri. Ég syrgi það mjög að búa ekki lengur heima og hafa ekki aðgang að sameiginlega fataskápnum okkar mömmu og pabba. Svo fæ ég líka mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig samstarfsfólki og vinum. Karó sækir innblástur í foreldra sína og vini.Sigríður Margrét Hvað varð til þess að þú byrjaðir í skartgripagerð? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á alls konar handverki og hef lengi verið að gera skart úr steinum og skeljum sem ég hef safnað. En það var eiginlega ekki fyrr en ég kláraði sálfræðina og byrjaði í Tækniskólanum sem ég fór á fullt í skartgripagerð. Ég byrjaði einfaldlega á því að leyfa fólki að fylgjast með því sem ég var að gera, með því að opna Karo Pieces Instagramið í byrjun árs og viðbrögðin voru svo góð að það hvatti mig áfram. Fyrsti gripurinn sem vakti athygli fólks var Neck Piece, prjónaður kragi sem átti bara að vera partur af skólaverkefni, eftir það fór ég af stað með Karo Pieces. Í dag samanstendur skartgripalínan mín Karo Lina Pieces af silfurskartgripum og skeljahálsmenum. Karó glæsileg með Karó Lina Pieces. Sigríður Margrét Hvaðan sækirðu innblástur í skartgripagerðinni? Ég fæ mikinn innblástur úr íslenskri náttúru, steinum, skeljum, kristöllum og dýrabeinum, mér finnst grófleiki mjög heillandi og sú hugmynd að klæða líkamann fallegu skarti. Auk þess fæ ég mikinn innblástur frá list og listamönnum - einn uppáhalds listamaðurinn minn er Gerd Rothmann. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Vissir þú alltaf að þig langaði að starfa í tísku- og hönnunarheiminum? Já, ég myndi segja það. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þessum heimi og fundist ótrúlega gaman að fylgjast með fólki vera að skapa og deila því með öðrum. Mér finnst það sýna hugrekki að þora gera það sem mann langar til og að hafa trú á sjálfri sér. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Hvað finnst þér mikilvægast þegar það kemur að skartgripum? Ekkert mikilvægara en annað, skartgripir geta þjónað svo mismunandi hlutverkum. Mér finnst skartgripir vera mjög persónulegir og finnst fallegt hvernig þeir geta verið með eitthvað tilfinningalegt gildi fyrir manneskjunni en svo líka bara verið fallegir fylgihlutir. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, allt í boði! You do you. View this post on Instagram A post shared by Karo Lina (@karopieces) Hvað finnst þér heitast fyrir haustið? Pelsar eru alltaf heitir. Þegar líða fer á haustið er ég komin aftur í pelsana mína og helst sem fyrst. Karó elskar pelsa!Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vera þú sjálfur og hafa gaman! Hvað er á döfinni? Ég er ótrúlega spennt að flytja út, mennta mig og halda áfram með Karo Lina Pieces. Undanfarið hef ég fengið ótal spennandi tækifæri og verkefni sem mér þykir mjög vænt um. Það sem stendur upp úr er þegar Andrá Reykjavík tók Karo Lina Pieces í sölu eftir að hafa gefið mér tækifæri til að sýna línuna mína hjá þeim á Menningarnótt, sem var ótrúleg upplifun! Karó hannaði mega gelló glingur fyrir Suskin töskurnar.Aðsend Einnig samstarf mitt við Suskin, þar sem ég hannaði Bag charms fyrir pop-uppið þeirra í sumar, og síðast en ekki síst þegar Karo Lina pieces var notað í tónlistarmyndbandi hjá Of Monsters and Men. Ég er svo þakklát fyrir þessi dýrmætu tækifæri og hlakka mjög til framhaldsins. Nanna í Of Monsters And Men með hálsmen frá Karó.Skjáskot
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira