Vélfag stefnir ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 15:50 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. „Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES),“ segir í fréttatilkynningu frá Vélfagi. „Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins. Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.““ Vélfag segir 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi. „Tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað. Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.“ Vélfag áréttar að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi, fyrrnefndur Kaufmann, hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. „Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.“ Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið sagði að samkvæmt sínum heimildum væru kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Aðgerðirnar sem nú séu reknar séu óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og veki alvarlegar spurningar. „Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?“ Arion banki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Sjávarútvegur Viðskiptaþvinganir Tækni Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. „Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES),“ segir í fréttatilkynningu frá Vélfagi. „Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins. Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.““ Vélfag segir 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi. „Tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað. Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.“ Vélfag áréttar að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi, fyrrnefndur Kaufmann, hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. „Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.“ Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið sagði að samkvæmt sínum heimildum væru kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Aðgerðirnar sem nú séu reknar séu óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og veki alvarlegar spurningar. „Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?“
Arion banki Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Sjávarútvegur Viðskiptaþvinganir Tækni Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira