20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2025 20:03 Íslensku krakkarnir voru strax spennt þegar þau sáu krakkana frá Grænlandi og fóru að tala við þau og skauta með þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur barna frá afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands eru nú stödd hér á landi þar sem þau læra sund, fá að fara á skauta og þau heimsækja forseta Íslands á Bessastaði svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða samstarf vinafélags Íslands og Grænlands, sem heitir KALAK. Grænlensku krakkarnir, sem eru 20 talsins og eru 13 ára, eru með kennara frá heimalandi sínu með sér en þau stoppa á Íslandi í hálfan mánuð þar sem þau fá að kynnast menningu landsins, fara í allskonar heimsóknir og sækja kennslustundir í einum af grunnskólum Kópavogs. Hápunktur helgarinnar var að komast á skauta í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Samstarfið í KALAK, vinafélaginu hefur gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga núna í 19 ár og er bara mjög skemmtilegt verkefni og það er svo margt skemmtilegt í þessu, sem við sáum ekki fyrir þegar við vorum að bjóða börnunum fyrst að koma. Til dæmis þegar börnin koma þá þekkjast þau ekki innbyrðis, þau eru frá sex þorpum,” segir Stefán Þór Herbertsson, tengiliður Íslands í samstarfinu. En við hvaða aðstæður búa börnin? „Það er eiginlega versta félagslaga ástandið á Grænland, sem er í þessum þorpum. Það er margt gott þarna en svo eru líka félagsleg vandamál þarna, sem þau eiga mjög erfitt með,” segir Stefán. Stefán Þór Herbertsson, sem er aðal tengiliður Íslands í samstarfinu í KALAK verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var ekki að sjá í Skautahöllinni að krökkunum liði illa eða þess háttar, þau nutu þess að fara um svellið með grindur fyrir framan sig og íslenskir krakkar voru fljót að byrja að spjalla við þau. „Ég er að fara með þau í heimsóknir alveg á ótrúlegustu staði. Við förum til forsetans, við förum á Gullfoss og Geysi, FlyOver Iceland höfum við farið á, þetta er alveg mjög skemmtilegt”, bætir Stefán við. Sjálfur bjó Stefán í nokkur ár í Grænlandi en er eitthvað líkt með Grænlandi og Íslandi? „Nei, ég myndi ekki segja það. Menningarmunurinn er svo ótrúlega mikill. Það var ekki fyrr en ég kom þarna til Grænlands að ég skyldi hvað menningarmunur er,” segir Stefán Þór. Krökkunum frá Grænlandi fannst mjög gaman að fara á skauta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða KALAK Reykjavík Grænland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira
Grænlensku krakkarnir, sem eru 20 talsins og eru 13 ára, eru með kennara frá heimalandi sínu með sér en þau stoppa á Íslandi í hálfan mánuð þar sem þau fá að kynnast menningu landsins, fara í allskonar heimsóknir og sækja kennslustundir í einum af grunnskólum Kópavogs. Hápunktur helgarinnar var að komast á skauta í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Samstarfið í KALAK, vinafélaginu hefur gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga núna í 19 ár og er bara mjög skemmtilegt verkefni og það er svo margt skemmtilegt í þessu, sem við sáum ekki fyrir þegar við vorum að bjóða börnunum fyrst að koma. Til dæmis þegar börnin koma þá þekkjast þau ekki innbyrðis, þau eru frá sex þorpum,” segir Stefán Þór Herbertsson, tengiliður Íslands í samstarfinu. En við hvaða aðstæður búa börnin? „Það er eiginlega versta félagslaga ástandið á Grænland, sem er í þessum þorpum. Það er margt gott þarna en svo eru líka félagsleg vandamál þarna, sem þau eiga mjög erfitt með,” segir Stefán. Stefán Þór Herbertsson, sem er aðal tengiliður Íslands í samstarfinu í KALAK verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var ekki að sjá í Skautahöllinni að krökkunum liði illa eða þess háttar, þau nutu þess að fara um svellið með grindur fyrir framan sig og íslenskir krakkar voru fljót að byrja að spjalla við þau. „Ég er að fara með þau í heimsóknir alveg á ótrúlegustu staði. Við förum til forsetans, við förum á Gullfoss og Geysi, FlyOver Iceland höfum við farið á, þetta er alveg mjög skemmtilegt”, bætir Stefán við. Sjálfur bjó Stefán í nokkur ár í Grænlandi en er eitthvað líkt með Grænlandi og Íslandi? „Nei, ég myndi ekki segja það. Menningarmunurinn er svo ótrúlega mikill. Það var ekki fyrr en ég kom þarna til Grænlands að ég skyldi hvað menningarmunur er,” segir Stefán Þór. Krökkunum frá Grænlandi fannst mjög gaman að fara á skauta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða KALAK
Reykjavík Grænland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira