„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:34 Lögreglan hefur boðað til þriðja blaðamannafundarins vegna drónanna. Sá fyrsti var klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, aftur klukkan 7 í morgun og sá þriðji klukkan 9:30. AP/Emil Helms Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira