„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2025 10:32 Þórdís hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup í fyrra en er í fremstu röð bakgarðshlaupara hér á landi. vísir / ívar Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03