Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 07:30 Hvað var Hugo Ekitike eiginlega að hugsa? Getty Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira