Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar 24. september 2025 10:01 Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Reykjanesbær Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun