Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar 24. september 2025 10:01 Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Reykjanesbær Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun