Borgin leggur bílstjórum línurnar Árni Sæberg skrifar 24. september 2025 16:55 Frá gildistöku ákvæðisins verður ráð að vanda sig þegar bílnum er lagt. Ökumenn þessara bíla virðast hafa staðið sig með prýði og tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira