Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar 25. september 2025 10:33 Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun