Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar 25. september 2025 11:00 Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, ADHD, lesblinda, málþroskaröskun o.fl. en alltof stutt í að skapa úrræði sem breyta daglegu lífi barnanna. Börn eru mæld, prófuð og flokkuð og við fáum sífellt nákvæmari hugtök til að lýsa þeim erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir. Það er vissulega mikilvægt að hafa tæki til að greina námsörðugleika, þau geta veitt skýringu og stundum opnað leið að stuðningi. En það sem vekur áhyggjur er að við virðumst of oft stoppa þar. Þegar greiningin liggur fyrir og er komin í möppu eða tölvukerfi, þá dofnar ákallið um að bregðast við í kennslustofunni. Það er eins og meginmarkmiðið sé að nefna erfiðleikann en ekki að leysa hann. Við segjum „þetta barn er með ADHD“ eða „þetta barn er með lesblindu“, en það fylgir engin skýr leiðbeining um hvað kennarinn á að gera næst. Foreldrar sitja uppi með skýrslu, kennarar með lista yfir greiningar í bekknum, en það sem vantar eru skrefin frammávið sem nýtast í daglegu starfi. Þessi áherslubreyting birtist í menningu kerfisins. Það er fjárfest í prófum og mælitækjum og það er settur mikill tími í að staðla og greina. Lausnirnar fá hins vegar oft lítið rými. Það er sjaldan hluti af samtalinu að hver greining kalli sjálfkrafa á stuðningsáætlun sem er hnitmiðuð, framkvæmanleg og lifandi í skólastofunni. Það er eins og við teljum að greiningin sjálf sé svar við vandanum þegar hún ætti aðeins að vera upphafið. Þessi nálgun hefur afleiðingar. Börn finna fljótt hvort greiningin breytir einhverju í þeirra skólagöngu eða ekki. Ef ekkert gerist, ef ekkert nýtt er reynt, þá verður greiningin að stimpilmerki fremur en tækifæri. Hún segir barninu hvað það heitir í flokkunarkerfinu, en hún segir ekki hvernig það getur lært á eigin forsendum. Þannig er hætta á að sjálfsmynd barnsins mótist af veikleikanum einum í stað þess að lausnirnar kalli fram styrkleikana. Foreldrar standa líka oft eftir ráðalausir. Þau fá niðurstöðu en ekki skýrar leiðbeiningar um hvað þau geti gert til að styðja barnið heima. Þau spyrja sig hvernig hjálpum við honum með heimanámið? Hvernig nýtum við styrkleika hennar? Of oft fá þau engin svör. Og kennarar eru oft í sömu stöðu. Þeir fá upplýsingar um greiningu en ekki tæki eða aðferðir til að nýta í kennslu. Þannig verður greiningin að byrði frekar en stuðningi, hún segir að eitthvað sé að en hún segir ekki hvernig eigi að mæta því. Við þurfum að spyrja okkur, hvers vegna er þetta svona? Af hverju hefur greiningin sjálf hlotið meira vægi en lausnirnar? Er það vegna þess að greiningin er mælanleg og hægt að setja hana í skýrslu á meðan lausnirnar eru flóknari og krefjast sveigjanleika? Er það vegna þess að kerfin okkar eru hönnuð til að safna gögnum en síður til að aðlaga kennsluhætti? Hver sem skýringin er þá er ljóst að jafnvægið er rangt. Greining getur verið gagnleg, en hún breytir engu ein og sér. Það sem skiptir máli er hvort lausnir fylgja í kjölfarið. Lausnir sem ekki aðeins mæta vanda barnsins, heldur byggja það upp, kalla fram styrkleika þess og kveikja nýja von um að það geti blómstrað. Lausnir sem kennarar geta gripið til strax í kennslustund og sem foreldrar geta notað heima til að styðja við nám barnsins. Það er í þessum lausnum sem vonin býr, ekki í orðinu sjálfu sem greiningin gefur. Þetta er líka spurning um forgangsröðun. Við setjum mikinn tíma, orku og fjármuni í að þróa ný próf, staðla mælitæki og uppfæra flokkunarkerfi. En hvað ef við setjum sömu orku í að þróa einfaldar aðferðir sem hægt er að kenna öllum kennurum? Aðferðir sem gera þeim kleift að mæta fjölbreyttum þörfum barna án þess að þurfa sérfræðipróf í hverri greiningu. Það væri raunveruleg breyting og það myndi hjálpa öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa fengið greiningu. Börn læra ekki af greiningu. Þau læra af kennslu sem mætir þeim á þeirra forsendum. Og kennarar kenna ekki betur við það að fá stimpil á barnið eða greiningu á blað. Þeir kenna betur þegar þeir hafa lausnir sem virka. Við verðum að snúa þessu við. Greiningar eiga ekki að vera markmið heldur tæki. Þær eiga að vísa okkur á næstu skref, ekki vera lokapunktur. Ef svo fer er hættan sú að kerfið okkar verði framúrskarandi í að skilgreina erfiðleika barna, en ófullnægjandi í að veita þeim raunverulega aðstoð til úrbóta. Börnin okkar eiga betra skilið. Foreldrar og kennarar eiga betra skilið. Við þurfum að leggja jafnmikla vinnu í lausnir og við leggjum í greiningar. Svarið ætti að vera augljóst, lausnirnar skipta máli. Þær eru það sem breytir daglegu lífi barnsins, sem gerir kennurum kleift að kenna og foreldrum kleift að styðja við barnið. Lausnirnar eru það sem gefa von. Greiningin getur verið byrjunin, en án lausna er hún aðeins orð á blaði. Ef við viljum raunverulega breyta menntakerfinu, þurfum við að spyrja okkur, í hvert skipti sem ný greining bætist í möppuna, hvaða lausn fylgir með? Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Greining er eins og að setja nafn á sjúkdóm án þess að ávísa meðferð. Hún skýrir vandann en leysir hann ekki. Í skólakerfinu höfum við náð langt í að finna nöfnin, ADHD, lesblinda, málþroskaröskun o.fl. en alltof stutt í að skapa úrræði sem breyta daglegu lífi barnanna. Börn eru mæld, prófuð og flokkuð og við fáum sífellt nákvæmari hugtök til að lýsa þeim erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir. Það er vissulega mikilvægt að hafa tæki til að greina námsörðugleika, þau geta veitt skýringu og stundum opnað leið að stuðningi. En það sem vekur áhyggjur er að við virðumst of oft stoppa þar. Þegar greiningin liggur fyrir og er komin í möppu eða tölvukerfi, þá dofnar ákallið um að bregðast við í kennslustofunni. Það er eins og meginmarkmiðið sé að nefna erfiðleikann en ekki að leysa hann. Við segjum „þetta barn er með ADHD“ eða „þetta barn er með lesblindu“, en það fylgir engin skýr leiðbeining um hvað kennarinn á að gera næst. Foreldrar sitja uppi með skýrslu, kennarar með lista yfir greiningar í bekknum, en það sem vantar eru skrefin frammávið sem nýtast í daglegu starfi. Þessi áherslubreyting birtist í menningu kerfisins. Það er fjárfest í prófum og mælitækjum og það er settur mikill tími í að staðla og greina. Lausnirnar fá hins vegar oft lítið rými. Það er sjaldan hluti af samtalinu að hver greining kalli sjálfkrafa á stuðningsáætlun sem er hnitmiðuð, framkvæmanleg og lifandi í skólastofunni. Það er eins og við teljum að greiningin sjálf sé svar við vandanum þegar hún ætti aðeins að vera upphafið. Þessi nálgun hefur afleiðingar. Börn finna fljótt hvort greiningin breytir einhverju í þeirra skólagöngu eða ekki. Ef ekkert gerist, ef ekkert nýtt er reynt, þá verður greiningin að stimpilmerki fremur en tækifæri. Hún segir barninu hvað það heitir í flokkunarkerfinu, en hún segir ekki hvernig það getur lært á eigin forsendum. Þannig er hætta á að sjálfsmynd barnsins mótist af veikleikanum einum í stað þess að lausnirnar kalli fram styrkleikana. Foreldrar standa líka oft eftir ráðalausir. Þau fá niðurstöðu en ekki skýrar leiðbeiningar um hvað þau geti gert til að styðja barnið heima. Þau spyrja sig hvernig hjálpum við honum með heimanámið? Hvernig nýtum við styrkleika hennar? Of oft fá þau engin svör. Og kennarar eru oft í sömu stöðu. Þeir fá upplýsingar um greiningu en ekki tæki eða aðferðir til að nýta í kennslu. Þannig verður greiningin að byrði frekar en stuðningi, hún segir að eitthvað sé að en hún segir ekki hvernig eigi að mæta því. Við þurfum að spyrja okkur, hvers vegna er þetta svona? Af hverju hefur greiningin sjálf hlotið meira vægi en lausnirnar? Er það vegna þess að greiningin er mælanleg og hægt að setja hana í skýrslu á meðan lausnirnar eru flóknari og krefjast sveigjanleika? Er það vegna þess að kerfin okkar eru hönnuð til að safna gögnum en síður til að aðlaga kennsluhætti? Hver sem skýringin er þá er ljóst að jafnvægið er rangt. Greining getur verið gagnleg, en hún breytir engu ein og sér. Það sem skiptir máli er hvort lausnir fylgja í kjölfarið. Lausnir sem ekki aðeins mæta vanda barnsins, heldur byggja það upp, kalla fram styrkleika þess og kveikja nýja von um að það geti blómstrað. Lausnir sem kennarar geta gripið til strax í kennslustund og sem foreldrar geta notað heima til að styðja við nám barnsins. Það er í þessum lausnum sem vonin býr, ekki í orðinu sjálfu sem greiningin gefur. Þetta er líka spurning um forgangsröðun. Við setjum mikinn tíma, orku og fjármuni í að þróa ný próf, staðla mælitæki og uppfæra flokkunarkerfi. En hvað ef við setjum sömu orku í að þróa einfaldar aðferðir sem hægt er að kenna öllum kennurum? Aðferðir sem gera þeim kleift að mæta fjölbreyttum þörfum barna án þess að þurfa sérfræðipróf í hverri greiningu. Það væri raunveruleg breyting og það myndi hjálpa öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa fengið greiningu. Börn læra ekki af greiningu. Þau læra af kennslu sem mætir þeim á þeirra forsendum. Og kennarar kenna ekki betur við það að fá stimpil á barnið eða greiningu á blað. Þeir kenna betur þegar þeir hafa lausnir sem virka. Við verðum að snúa þessu við. Greiningar eiga ekki að vera markmið heldur tæki. Þær eiga að vísa okkur á næstu skref, ekki vera lokapunktur. Ef svo fer er hættan sú að kerfið okkar verði framúrskarandi í að skilgreina erfiðleika barna, en ófullnægjandi í að veita þeim raunverulega aðstoð til úrbóta. Börnin okkar eiga betra skilið. Foreldrar og kennarar eiga betra skilið. Við þurfum að leggja jafnmikla vinnu í lausnir og við leggjum í greiningar. Svarið ætti að vera augljóst, lausnirnar skipta máli. Þær eru það sem breytir daglegu lífi barnsins, sem gerir kennurum kleift að kenna og foreldrum kleift að styðja við barnið. Lausnirnar eru það sem gefa von. Greiningin getur verið byrjunin, en án lausna er hún aðeins orð á blaði. Ef við viljum raunverulega breyta menntakerfinu, þurfum við að spyrja okkur, í hvert skipti sem ný greining bætist í möppuna, hvaða lausn fylgir með? Höfundur er mannvinur og kennari.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun