Telja dagana frá síðasta innbroti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 06:46 Íbúar í Gamla Garði hafa sett upp skilti í glugga bygginarinnar þar sem segir hversu margir dagar eru liðnir frá því að síðast var brotið inn. Vísir/Vala Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira