Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2025 12:55 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir þrjár leiðir í raun færar til að bregðast við aukinni veðmálastarfsemi hér á landi. vísir/samsett Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira