Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2025 19:35 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir greinilegt bakslag í mannréttindabaráttu hér. Hún segir umræðu um hvort kynin séu ekki bara tvö dæmi um hundaflaut sem ali á andúð. Vísir Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira