Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. september 2025 15:32 Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Samfylkingin hefur það að leiðarljósi að taka til í veskjum landsmanna. Að sögn forsætisráðherra er alls ekki um skattahækkanir að ræða heldur léðréttingar og aðlaganir. Þannig hefur samsköttun hjóna og sambúðarfólks verið aflögð. Niðurfelling samsköttunarinnar mun bitna á u.þ.b. 6% þjóðarinnar og hefur það einkum áhrif á ungar fjölskyldur þar sem annar sambúðaraðili hefur meiri tekjur en hinn. Tekjumunurinn getur skýrst af því að annar sambúðaraðlili vinnur lengri vinnudag en hinn. Það helgast m.a. af barneignum og því að annar aðilinn sæki sér aukna menntun. Niðurfelling samsköttunar hefur einnig áhrif á þau sem njóta lífeyrisgreiðslna en þekkt er að konur hafa í mörgum tilvikum minni lífeyrisréttindi en makar þeirra. Minna má einnig á stórhækkun á kostnaði heimila við rekstur fjölskyldubílsins og gamaldags hækkun ,,ýmissa gjalda” þar sem ríkisstjórnin leggur grunn að verðbólgu næsta árs með því að hækka fyrrgreind gjöld um tæp 4% sem er all fjarri verðbólgumarkmiði seðlabankans. Öll þessi skattheimta fellur þó í skuggann af hækkun veiðigjalda sem þegar hefur valdið tjóni og uppsögnum. Hækkun veiðigjalda mun ekki til lengri tíma litið skila auknum tekjum í ríkissjóð. Verri rekstrarafkoma fyrirtækja vegna hækkunar veiðigjaldanna mun koma í veg fyrir það. Tilganngurinn með framlagningu frumvarpsins hefur þó komið fram í stundaraukningu í fylgi samfylkingarinnar. Í tiltektinni miðri týndi forsætisráðherra hins vegar sleggjunni og hefur lítið til hennar spurst síðan. Verðbólga og vextir munu áfram vera í hæstu hæðum almenningi til tjóns. Pjattkratinn í fjármálaráðuneytinu sá helst möguleika á tiltekt í eignasafni ríkisins. Hann brá því á það ráð að selja eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Svo vel fannst ráðherranum ganga að selja helming hlutarins að hann rauk í að selja hinn helminginn án aðkomu þingsins því ,,svo vel gekk” að selja! Það lá að því bankahluturinn var seldur með ellefu milljarða afslætti (þar fór meintur ábati af veiðigjöldum og meira til) ásamt því að söluaðilum voru greiddir tveir milljarðar fyrir viðvikið. Þetta er hægt að kalla alvöru tiltekt. Rétt er að benda á afbragðsgrein fyrrum ríkisendurskoðanda um söluna á Íslandsbanka þar sem fram kemur að ellefu milljarða tap ríkissjóðs á sölunni skuli gjaldfært í ríkisreikningi. Einna mesta athygli hefur þó vakið tiltekt flokks fólksins. Formaður þess flokks hefur beitt sér fyrir stórri tiltekt sem felst í því að sópa saman flestum kosningaloforðum flokksins upp í fægisskóflu og henda í ruslið. Gildir þá einu hvort um er að ræða loforð um leiðréttingu á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir hefur gripið á það þjóðráð að láta lífeyrissjóði erfiðismanna bera hluta kostnaðar við að bæta kjör öryrkja. Einnig má minnast á hringsnúning formanns flokks fólksins og fleiri ráðherra í afstöðunni til bókunar 35.Frásögn formanns flokksins um þá hugljómun minnir á texta sálmsins “Amazing grace” en þar kemur fram að blindir fái sýn. Yfirlýsing formanns flokks fólksins um að flokknum hafi verið ómögulegt að standa við stóru orðin því flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í síðustu kosningum er einnig nýjung. Ekki voru loforðin skilyrt að þessu leiti í kosningabaráttunni í fyrrahaust. ,,Tiltekt” pjattkratanna færir okkur heim sanninn um að þeir eru ekki í neinum tengslum við stöðu almennings. Þannig kom fram í máli eins þingmanns viðreisnar nýlega að hún hyggðist taka til í heimilsbókhaldinu með færri utanlandsferðum og með því að fara sjaldnar út að borða. Nokkuð langt frá veruleika þeirra fjölmörgu sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Að þessu sögðu er von mín sú að frekari tiltekt verði frestað. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Samfylkingin hefur það að leiðarljósi að taka til í veskjum landsmanna. Að sögn forsætisráðherra er alls ekki um skattahækkanir að ræða heldur léðréttingar og aðlaganir. Þannig hefur samsköttun hjóna og sambúðarfólks verið aflögð. Niðurfelling samsköttunarinnar mun bitna á u.þ.b. 6% þjóðarinnar og hefur það einkum áhrif á ungar fjölskyldur þar sem annar sambúðaraðili hefur meiri tekjur en hinn. Tekjumunurinn getur skýrst af því að annar sambúðaraðlili vinnur lengri vinnudag en hinn. Það helgast m.a. af barneignum og því að annar aðilinn sæki sér aukna menntun. Niðurfelling samsköttunar hefur einnig áhrif á þau sem njóta lífeyrisgreiðslna en þekkt er að konur hafa í mörgum tilvikum minni lífeyrisréttindi en makar þeirra. Minna má einnig á stórhækkun á kostnaði heimila við rekstur fjölskyldubílsins og gamaldags hækkun ,,ýmissa gjalda” þar sem ríkisstjórnin leggur grunn að verðbólgu næsta árs með því að hækka fyrrgreind gjöld um tæp 4% sem er all fjarri verðbólgumarkmiði seðlabankans. Öll þessi skattheimta fellur þó í skuggann af hækkun veiðigjalda sem þegar hefur valdið tjóni og uppsögnum. Hækkun veiðigjalda mun ekki til lengri tíma litið skila auknum tekjum í ríkissjóð. Verri rekstrarafkoma fyrirtækja vegna hækkunar veiðigjaldanna mun koma í veg fyrir það. Tilganngurinn með framlagningu frumvarpsins hefur þó komið fram í stundaraukningu í fylgi samfylkingarinnar. Í tiltektinni miðri týndi forsætisráðherra hins vegar sleggjunni og hefur lítið til hennar spurst síðan. Verðbólga og vextir munu áfram vera í hæstu hæðum almenningi til tjóns. Pjattkratinn í fjármálaráðuneytinu sá helst möguleika á tiltekt í eignasafni ríkisins. Hann brá því á það ráð að selja eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Svo vel fannst ráðherranum ganga að selja helming hlutarins að hann rauk í að selja hinn helminginn án aðkomu þingsins því ,,svo vel gekk” að selja! Það lá að því bankahluturinn var seldur með ellefu milljarða afslætti (þar fór meintur ábati af veiðigjöldum og meira til) ásamt því að söluaðilum voru greiddir tveir milljarðar fyrir viðvikið. Þetta er hægt að kalla alvöru tiltekt. Rétt er að benda á afbragðsgrein fyrrum ríkisendurskoðanda um söluna á Íslandsbanka þar sem fram kemur að ellefu milljarða tap ríkissjóðs á sölunni skuli gjaldfært í ríkisreikningi. Einna mesta athygli hefur þó vakið tiltekt flokks fólksins. Formaður þess flokks hefur beitt sér fyrir stórri tiltekt sem felst í því að sópa saman flestum kosningaloforðum flokksins upp í fægisskóflu og henda í ruslið. Gildir þá einu hvort um er að ræða loforð um leiðréttingu á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir hefur gripið á það þjóðráð að láta lífeyrissjóði erfiðismanna bera hluta kostnaðar við að bæta kjör öryrkja. Einnig má minnast á hringsnúning formanns flokks fólksins og fleiri ráðherra í afstöðunni til bókunar 35.Frásögn formanns flokksins um þá hugljómun minnir á texta sálmsins “Amazing grace” en þar kemur fram að blindir fái sýn. Yfirlýsing formanns flokks fólksins um að flokknum hafi verið ómögulegt að standa við stóru orðin því flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í síðustu kosningum er einnig nýjung. Ekki voru loforðin skilyrt að þessu leiti í kosningabaráttunni í fyrrahaust. ,,Tiltekt” pjattkratanna færir okkur heim sanninn um að þeir eru ekki í neinum tengslum við stöðu almennings. Þannig kom fram í máli eins þingmanns viðreisnar nýlega að hún hyggðist taka til í heimilsbókhaldinu með færri utanlandsferðum og með því að fara sjaldnar út að borða. Nokkuð langt frá veruleika þeirra fjölmörgu sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Að þessu sögðu er von mín sú að frekari tiltekt verði frestað. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun