Handbolti

Kaflaskipt í sigri Vals­manna

Valur Páll Eiríksson skrifar
magnús óli
vísir/Hulda Margrét

Valur vann sex marka sigur, 31-25, á Selfossi að Hlíðarenda í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Magnús Óli Magnússon fór fyrir heimamönnum.

Valur náði snemma forystunni og komst 11-6 yfir þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þá svöruðu Selfyssingar, skoruðu átta mark gegn tveimur og staðan 14-13 í hálfleik fyrir gestina.

Selfoss komst tveimur yfir í byrjun síðari hálfleiks en Valsmenn svöruðu þá. Vörn og markvarsla smullu og staðan breyttist úr 19-18 fyrir Selfoss í 24-19 fyrir Val þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Selfyssingar tóku þá leikhlé, hafandi ekki skorað mark í um átta mínútur. Skaðinn var hins vegar skeður. Valsmenn héldu forystunni til loka og unnu 31-25 sigur.

Magnús Óli Magnússon var markahæstur Valsmanna með átta mörk en Agnar Smári Jónsson skoraði fimm. Selfyssingurinn Hannes Höskuldsson var markahæstur á vellinum með tíu mörk.

Valur er með sex stig eftir fjóra leiki en Selfoss með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×