Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar 27. september 2025 07:31 Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Strætó Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun