„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 22:03 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var niðurlútur í leikslok. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum. Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum.
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti