Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar 29. september 2025 10:01 Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun