112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. september 2025 10:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun