Íslenski boltinn

Frá Fram á Hlíðar­enda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gareth Owen hættir í þjálfarateymi Fram og verður yfirmaður fótboltamála á Hlíðarenda.
Gareth Owen hættir í þjálfarateymi Fram og verður yfirmaður fótboltamála á Hlíðarenda. X/@coachgarethowen

Gareth Owen hættir í þjálfarateymi Fram og færir sig yfir til Vals. Hann verður yfirmaður knattspyrnumála á Hlíðarenda.

Fótbolti.net greinir frá. Owen fagnaði sigri Framara gegn Val í gær en mun færa sig á milli félaganna að tímabilinu loknu. Hann hefur verið í teymi Fram í tvö ár en starfaði áður fyrir Gróttu hér á landi. Hann hefur einnig starfað fyrir Chelsea á Englandi sem og velska knattspyrnusambandið.

Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, stýrði liðinu í fjarveru Rúnars Kristinssonar sem tók út leikbann í gær. Hann staðfesti við Fótbolti.net að Owen væri á förum.

Fram er eftir sigur gærkvöldsins með 32 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafnt FH að stigum sem er sæti ofar. Valur er með 41 stig í öðru sæti, jafnt Stjörnunni, sem er sæti neðar. Víkingur er á toppi deildarinnar með 45 stig en Víkingur sækir Stjörnuna heim á Samsung-völlinn í Garðabæ í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×