Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 15:38 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins. Play er eini viðsemjandi félagsins. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar. Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar.
Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira