Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 21:32 Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings sem situr á toppi Bestu deildar karla í fótbolta, talaði í fyrirsögnum eftir að Valdimar Þór Ingimundarson tryggði 3-2 sigur í Garðabæ. Sigur sem fór langleiðina með að tryggja það að Íslandsmeistaratitilinn fari í Víkina þegar mótinu lýkur. Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira