Íslenski boltinn

„Verðum bara að halda á­fram þangað til að þetta er búið“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Gylfi Þór lagði allt í leik kvöldsins.
Gylfi Þór lagði allt í leik kvöldsins. Vísir/Diego

Víkingar stigu stór skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Stjörnunni 2-3 í Bestu deild karla.  

„Þetta gerist ekki sætara held ég“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Gunnlaug Jónsson eftir dramatískan sigur á Samsungvellinum í kvöld. 

„Það var gríðarlega svekkjandi að fá þett mark á sig á 90. mínútu og það er mikið sem að fer í gegnum hugan á manni þá, að tapa ekki leiknum verandi með fjögura stiga forystu en við náðum að stela þessu í lokin sem gerir þetta ennþá sætara“

Víkingar eru núna með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og eru því komnir með aðra hönd á skjöldin. 

„Við þurfum að halda áfarm. Þetta er ekki búið. Við þurfum að ná okkur niður eftir þennan leik og byrja að plana næsta leik sem er held ég á heimavelli. Við verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“

Það hefur verið uppgangur hjá Víkingum frá því þeir féllu úr leik í Evrópu gegn Bröndby.

„Auðvitað kannski aðeins auðveldara að vera ekki að spila fimmtudaga og sunnudaga og svo framvegis en við fengum bara leikmenn, leikmenn til baka á réttum tíma og bara hrukkum í gang. Þetta auðvitað féll með okkur hérna í kvöld en þetta hefði geta farið jafntefli en liðið gefst aldrei upp og mikið af hlutum sem hafa verið að ganga upp síðustu fjórar, fimm vikur“

Staðan er mjg góð fyrir Víkinga fyrir lokakaflan.

„Hún er mjög góð en ég vill bara klára þetta og þá getum við fagnað“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×