Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2025 10:37 Mynd af Ibrahim Traoré, leiðtoga herforingjastjórnar Búrkína Fasó, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á götum Ouagadougou, höfuðborgar landsins. Traoré og aðrir leiðtogar svæðisins eru sagðir með kaupþynnku eftir að hafa keypt sér þjónustu málaliðahópsins Wagner og síðan Afríkudeildin. Getty/Christina Peters Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. Hermennirnir sem stjórna Malí, Níger og Búrkína Fasó eru sagðir sjá eftir því að vísa bandarískum og frönskum hermönnum á brott á undanförnum árum og þiggja þess í stað aðstoð Rússa við að berjast gegn öflugum víga- og uppreisnarhópum sem eru virkir þar og annars staðar á Sahel-svæðinu. Það hefur þó ekki farið eins og vonast var eftir en árásum vígamanna á þessu svæði hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum og umsvif þeirra hafa aukist. Vígahópar, og þá aðallega Jama’at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM) eru í raun sagðir stjórna stórum hlutum Malí og Búrkína Fasó. Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hafa herforingjastjórnirnar og þá sérstaklega yfirvöld í Malí, þar sem vígamönnum hefur vaxið verulega ásmegin að undanförnu, beðið Bandaríkjamenn um aðstoð. Sú aðstoð gæti skilað sér í formi þjálfunar hermanna í öðrum og þá líklega í Marokkó. Þá eru ríkisstjórnir í Afríku sagðar hafa leitað til Erik Prince, sem er þekktur bandarískur málaliðastjórnandi, varðandi það hvort hann og málaliðar hans geti komið þeim til aðstoðar. Þetta þykir til marks um minnkandi áhrif Rússa á Sahel-svæði Afríku. Þau áhrif hafa á undanförnum árum verið gífurlega mikil en það var Wagner, undir stjórn Prígósjíns, sem spilaði stóra rullu í að byggja upp þau áhrif. Dó í sprengingu eftir uppreisn Eins og frægt er gerðu Prígósjín og málaliðar hans uppreisn í Rússlandi sumarið 2023. Fljótt eftir að uppreisnin var stöðvuð með samkomulagi milli hans og Vladimírs Pútin, forseta, byrjaði Pútín að grafa undan Wagner og reyna að taka yfir stjórn á starfsemi málaliðahópsins. Þegar Prígósjín fór svo til Moskvu á fundi til að reyna að halda stjórn á veldi sínu sprakk sprengja um borð í flugvél hans. Í kjölfarið tók varnarmálaráðuneytið og leyniþjónusta rússneska hersins (GRU) yfir marga af samningum Wagner í Afríku og réði málaliða Prígósjíns til Afríkudeildarinnar. SVR, rússneska leyniþjónustan sem starfar á erlendri grundu, öfugt við FSB (Arftaka KGB) sem starfar innan Rússlands, tók yfir stjórn „Tröllaverksmiðju“ Prígósjíns í Pétursborg. Afríkudeildin tók þó ekki yfir samninga Wagner í Malí fyrr en í sumar. Málaliðahópurinn hefur nú tekið yfir samninga Wagner í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Þeir samningar sem Prígósjín og Wagner gerðu við margar ríkisstjórnir Afríku snerust að mestu um það að málaliðarnir aðstoðuðu umræddar ríkisstjórnir við að berjast gegn uppreisnar- og vígamönnum og tryggðu stöðu ríkisstjórnanna. Þetta gerðu þeir í skiptum fyrir peninga og aðgang að auðlindum ríkjanna. Prígósjín flutti meðal annars gull, demanta, timbur og aðrar vörur frá þessum löndum. Þá var hann sagður frá hluta af hagnaði olíulinda sem málaliðar hans vörðu í Mið-Austurlöndum. Vandræði á vandræði ofan Í frétt WSJ segir að vandræði Rússa hafi sum verið byrjuð að stinga upp kollinum áður en Wagner var velt úr sessi. Í Malí hafa málaliðarnir til að mynda verið sakaðir um umfangsmikil ódæði gegn óbreyttum borgurum, sem sögð eru hafa reynst byr í báða vængi vígahópa. Fólk hafi leitað til þeirra eftir vernd gegn málaliðum Wagner. Þá mun málaliðunum ekki hafa gengið vel að nýta þær auðlindir sem þeir áttu að fá aðgang að fyrir störf þeirra. Þar á meðal var stór gullæð sem þeir gátu ekki unnið vegna árása vígamanna JNIM. Að endingu yfirgáfu þeir Malí í júní og Afríkudeildin tók við af þeim, eins og áður hefur komið fram. Málaliðar Afríkudeildarinnar lentu þó fljótt í vandræðum og rétt rúmri viku eftir að þeir tók við af Wagner féllu margir þeirra í umsátri í norðurhluta Malí. Þá sátu uppreisnarmenn Túarega, sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta Malí, fyrir málaliðum og hermönnum. Svipaða sögu er að segja frá nokkrum öðrum ríkjum Afríku, eins og Nígar, Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu, þar sem Rússar hafa misstigið sig og skapað rúm fyrir vestræn ríki til að fylla upp í. WSJ segir til að mynda að Prince hafi nýverið heimsótt höfuðborg Níger og rætt við ráðamenn þar um að aðstoða þá. Embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti einnig nýverið Malí og bauð fram aðstoð Bandaríkjamanna þar. Þá hefur yfirmaður herafla Frakklands í Afríku heimsótt Mið-Afríkulýðveldið, þar sem hann ræddi við ráðamenn um að Frakkar byrjuðu aftur að þjálfa hermenn ríkisins. Malí Búrkína Fasó Rússland Vladimír Pútín Hernaður Níger Súdan Mið-Afríkulýðveldið Bandaríkin Tengdar fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. 8. júlí 2025 12:59 Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 16:41 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hermennirnir sem stjórna Malí, Níger og Búrkína Fasó eru sagðir sjá eftir því að vísa bandarískum og frönskum hermönnum á brott á undanförnum árum og þiggja þess í stað aðstoð Rússa við að berjast gegn öflugum víga- og uppreisnarhópum sem eru virkir þar og annars staðar á Sahel-svæðinu. Það hefur þó ekki farið eins og vonast var eftir en árásum vígamanna á þessu svæði hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum og umsvif þeirra hafa aukist. Vígahópar, og þá aðallega Jama’at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM) eru í raun sagðir stjórna stórum hlutum Malí og Búrkína Fasó. Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hafa herforingjastjórnirnar og þá sérstaklega yfirvöld í Malí, þar sem vígamönnum hefur vaxið verulega ásmegin að undanförnu, beðið Bandaríkjamenn um aðstoð. Sú aðstoð gæti skilað sér í formi þjálfunar hermanna í öðrum og þá líklega í Marokkó. Þá eru ríkisstjórnir í Afríku sagðar hafa leitað til Erik Prince, sem er þekktur bandarískur málaliðastjórnandi, varðandi það hvort hann og málaliðar hans geti komið þeim til aðstoðar. Þetta þykir til marks um minnkandi áhrif Rússa á Sahel-svæði Afríku. Þau áhrif hafa á undanförnum árum verið gífurlega mikil en það var Wagner, undir stjórn Prígósjíns, sem spilaði stóra rullu í að byggja upp þau áhrif. Dó í sprengingu eftir uppreisn Eins og frægt er gerðu Prígósjín og málaliðar hans uppreisn í Rússlandi sumarið 2023. Fljótt eftir að uppreisnin var stöðvuð með samkomulagi milli hans og Vladimírs Pútin, forseta, byrjaði Pútín að grafa undan Wagner og reyna að taka yfir stjórn á starfsemi málaliðahópsins. Þegar Prígósjín fór svo til Moskvu á fundi til að reyna að halda stjórn á veldi sínu sprakk sprengja um borð í flugvél hans. Í kjölfarið tók varnarmálaráðuneytið og leyniþjónusta rússneska hersins (GRU) yfir marga af samningum Wagner í Afríku og réði málaliða Prígósjíns til Afríkudeildarinnar. SVR, rússneska leyniþjónustan sem starfar á erlendri grundu, öfugt við FSB (Arftaka KGB) sem starfar innan Rússlands, tók yfir stjórn „Tröllaverksmiðju“ Prígósjíns í Pétursborg. Afríkudeildin tók þó ekki yfir samninga Wagner í Malí fyrr en í sumar. Málaliðahópurinn hefur nú tekið yfir samninga Wagner í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Þeir samningar sem Prígósjín og Wagner gerðu við margar ríkisstjórnir Afríku snerust að mestu um það að málaliðarnir aðstoðuðu umræddar ríkisstjórnir við að berjast gegn uppreisnar- og vígamönnum og tryggðu stöðu ríkisstjórnanna. Þetta gerðu þeir í skiptum fyrir peninga og aðgang að auðlindum ríkjanna. Prígósjín flutti meðal annars gull, demanta, timbur og aðrar vörur frá þessum löndum. Þá var hann sagður frá hluta af hagnaði olíulinda sem málaliðar hans vörðu í Mið-Austurlöndum. Vandræði á vandræði ofan Í frétt WSJ segir að vandræði Rússa hafi sum verið byrjuð að stinga upp kollinum áður en Wagner var velt úr sessi. Í Malí hafa málaliðarnir til að mynda verið sakaðir um umfangsmikil ódæði gegn óbreyttum borgurum, sem sögð eru hafa reynst byr í báða vængi vígahópa. Fólk hafi leitað til þeirra eftir vernd gegn málaliðum Wagner. Þá mun málaliðunum ekki hafa gengið vel að nýta þær auðlindir sem þeir áttu að fá aðgang að fyrir störf þeirra. Þar á meðal var stór gullæð sem þeir gátu ekki unnið vegna árása vígamanna JNIM. Að endingu yfirgáfu þeir Malí í júní og Afríkudeildin tók við af þeim, eins og áður hefur komið fram. Málaliðar Afríkudeildarinnar lentu þó fljótt í vandræðum og rétt rúmri viku eftir að þeir tók við af Wagner féllu margir þeirra í umsátri í norðurhluta Malí. Þá sátu uppreisnarmenn Túarega, sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta Malí, fyrir málaliðum og hermönnum. Svipaða sögu er að segja frá nokkrum öðrum ríkjum Afríku, eins og Nígar, Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu, þar sem Rússar hafa misstigið sig og skapað rúm fyrir vestræn ríki til að fylla upp í. WSJ segir til að mynda að Prince hafi nýverið heimsótt höfuðborg Níger og rætt við ráðamenn þar um að aðstoða þá. Embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti einnig nýverið Malí og bauð fram aðstoð Bandaríkjamanna þar. Þá hefur yfirmaður herafla Frakklands í Afríku heimsótt Mið-Afríkulýðveldið, þar sem hann ræddi við ráðamenn um að Frakkar byrjuðu aftur að þjálfa hermenn ríkisins.
Malí Búrkína Fasó Rússland Vladimír Pútín Hernaður Níger Súdan Mið-Afríkulýðveldið Bandaríkin Tengdar fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. 8. júlí 2025 12:59 Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 16:41 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. 8. júlí 2025 12:59
Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 16:41