Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 30. september 2025 13:30 Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun