Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 1. október 2025 07:00 Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun