Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2025 08:46 Viðhorf landsmanna eru svipuð og í ágúst en örlítið fleiri telja þó að stjórnvöld eigi að gera minna. Vísir/Anton Brink Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02
Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50