Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 1. október 2025 12:31 Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Ef fjölbreytileiki er álitinn sem byrði, verður inngilding að þungri skyldu. Sé litið á hann sem auðlind getur hann skapað skólaumhverfi þar sem öll börn fá að blómstra. Viðhorf – meira í munni en í raun? Viðhorf kennara, foreldra, stjórnenda og jafnvel samnemenda skipta sköpum. Ef nemandi sem þarf stuðning er stimplaður fyrst og fremst út frá vanda sínum hefur það áhrif á sjálfsmynd hans, líðan og námsframvindu. Á móti getur jákvætt viðhorf – að sjá tækifæri í hverjum nemenda til framfara og lærdóms– gjörbreytt andrúmsloftinu í skólastofunni. Viðhorfið yrði þannig ekki aðeins huglæg afstaða heldur lykilatriði í framkvæmd inngildingarinnar. Þróun fagvitundar – hvernig verðum við betur í stakk búin? Starfsfólk skóla hefur marga möguleika til að efla fagvitund sína í starfi með fjölbreyttum nemendahópi. Námskeið, samráð og þverfaglegt samstarf eru mikilvægar leiðir. Fagvitund þróast þó ekki síður í gegnum daglegt starf, þegar kennarar staldra við, meta eigið starf og læra hvert af öðru.Það væri því rökrétt að gera kröfu um að þessi þróun væri sífelld – ekki aðeins þegar ný stefna er innleidd, heldur samofin öllu skólastarfi. Þannig verður fagvitund ekki aðeins einstaklingsmál heldur sameiginlegur grunnur sem allt starfsfólk byggir á. Lausnir sem virka Mín reynsla er sú að lausnir sem byggja á samstarfi gefa mestan árangur. Þegar teymi kennara hittist reglulega til að ræða einstaka nemendur og leita leiða til að þróa sameiginlegar lausnir, eykst bæði víðsýni og hugkvæmni, með því verður ábyrgðin ekki á herðum eins kennara, heldur dreifist á fleiri. Inngilding ætti þó ekki einungis að byggjast á samvinnu og samábyrgð kennara og stjórnsýslu, heldur geta nemendur sjálfir gegnt lykilhlutverki í mótun viðhorfa. Markviss fræðsla og samræður við nemendur getur í því samhengi reynst afar árangursrík leið til að draga úr dómhörku og efla um leið bekkjaranda og jákvætt viðhorf í skólastofunni. Brennandi spurningar Þrátt fyrir að margar lausnir séu þekktar sit ég eftir með spurningar sem brenna á mér: Hvernig tryggjum við að fagmennska fylgi stuðningsfulltrúum sem vinna með viðkvæmustu börnunum? Hvernig getum við tryggt að snemmtæk íhlutun sé ekki orðin að slagorði, heldur raunveruleg aðgerð þar sem barn fær hjálp á réttum tíma? Hver ber í raun ábyrgð á því að hugmyndafræðin um inngildingu sé framkvæmd? Er það kennarinn, skólinn, sveitarfélagið eða ríkið? Þessar spurningar varpa ljósi á að við erum á vegferð – falleg orð á blaði duga ekki nema þau endurspeglist í verkum. Frá viðhorfi til veruleika Ef inngildandi skólastarf á að verða lifandi veruleiki, verðum við að byrja á viðhorfunum. Það þarf að endurskilgreina fjölbreytileikann sem styrk, efla fagvitund starfsfólks með markvissum hætti og tryggja að lausnir og úrræði séu bæði raunhæf og aðgengileg. Í upphafi spurði ég hvort viðhorf væru lykillinn, nú sit ég sannfærð: já, þau eru það. Viðhorfin ráða því hvernig hugmyndin um skóla án aðgreiningar birtist í daglegum veruleika barna og kennara. Þegar viðhorfin breytast, opnast dyr – og í gegnum þær eiga allir að geta gengið inn. Höfundur er meistaranemi í kennslufræðum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun