Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Í lögum um almannavarnir fer verðmætabjörgun á hættusvæði út frá forgangsröðun á verðmætum eigna. Í lögunum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega heldur teljast þau til verðmæta. Dýr hafa því ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í viðbragði almannavarna á meðan dauðum hlutum hefur verið forðað sem er óásættanlegt og ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Gæludýr og búfénaður skilinn eftir Þegar eldgos hófst norðan við Grindavík í nóvember 2023 varð mikill fjöldi dýra eftir við rýmingu og aftur þegar gos hófst á svæðinu í janúar og maí 2024. Björgun dýra var ekki í forgangi þegar fólki hafði verið komið í öruggt skjól heldur björgun dauðra hluta. Þurfti samhent átak fjölda dýraverndarsamtaka að þrýsta á yfirvöld að koma dýrunum, bæði gæludýrum og búfénaði, til bjargar. Samtökin komu einnig að skipulagningu björgunar þar sem mikið skorti upp á verkferla. Hross skilin eftir í dauðagildru í Neskaupsstað Í Neskaupstað standa hesthús á svæði þar sem þekkt er að snjóflóðahætta geti verið mikil. Í mars 2023 voru hross skilin eftir í hesthúsi innan rýmingarsvæðis og voru þau þar í sjálfheldu án fóðurs í tvo daga. Í janúar á þessu ári voru hross skilin eftir í hesthúsi í Neskaupstað við rýmingu vegna snjóflóðahættu, en nægur tími hafði gefist til að flytja þau burt. Samkvæmt heimildum Dýraverndarsambandsins féll snjóflóð sem stöðvaðist skammt ofan við hesthúsin, bæði í mars 2023 og í janúar á þessu ári. Ljóst er að þessi hross voru í mikilli hættu. Ekki í samræmi við dýravelferðarlög Dýr eru skyni gæddar verur sem eiga að hafa vernd frá þjáningu samkvæmt lögum um velferð dýra og gildir hjálparskylda þegar vart verður við að dýr sé sjúkt, sært, í sjálfheldu eða sé bjargarlaust. Við setningu nýrra dýravelferðarlaga árið 2013 voru engar breytingar gerðar á lögum um almannavarnir, en þau viðbrögð yfirvalda að bjarga dauðum hlutum á undan dýrum í náttúruvá er ekki í samræmi við dýravelferðarlög. Nú er unnið að heildarendurskoðun laga um almannavarnir og hefur Dýraverndarsambandið kallað eftir nauðsynlegum breytingum á lögunum svo staða dýra verði bætt í almannavarnaástandi. Brýnt er dýr verði skilgreind sérstaklega í lögum um almannavarnir og að skýrir verkferlar séu fyrir hendi um björgun þeirra í náttúruvá. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar