„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 08:50 Brynjar Níelsson tók við sem dómari við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. „Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann. Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann.
Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira