Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:29 Snorri Másson biðlar nú til samherja sinna í Miðflokknum um að kjósa sig í varaformannskjöri á flokksþingi síðar í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira