Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar 3. október 2025 11:32 Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun