Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. október 2025 12:50 Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira