Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu á dögunu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira