Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 21:31 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Miðað við samtöl fréttastofu við stóra aðila innan ferðamannageirans hefur gjaldþrot Play haft minni áhrif á stærri fyrirtæki en búist var við. Lítið er um að stærri hópar afbóki eða fresti ferðum til landsins, þó dæmi séu um það. Fréttastofa hefur þó heyrt af fjölda einstaklinga og minni hópa sem gjaldþrotið hefur áhrif á. Jólaferðir til Spánar sem eru tímabundið á ís og fleira. Samkvæmt Neytendalögum ber ferðaskrifstofum að aðstoða þá sem kaupa pakkaferðir við að komast á áfangastað. Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi ábendinga sem sýna að stofurnar hafa lent í smá brasi. „Við höfum orðið vör við það að það eru ferðaskrifstofur sem benda farþegum sínum á að reyna að redda sér sjálfum flugferðum. Með misjafnri útkomu. Það er oft á tíðum erfitt að finna beint flug á þann stað sem menn ætluðu á upprunalega, þannig þetta er flókin staða,“ segir Breki. Þrátt fyrir að Play skilji eftir gat á markaðinum, er enn fjöldi flugfélaga sem flýgur til og frá Íslandi. Samkvæmt Isavia eru 25 flugfélög með áætlunarflug til Íslands einhvern hluta ársins. Taka ber fram að hluti býður eingöngu upp á flug á ákveðnum tímum ársins. Kort sem sýnir löndin sem Íslendingar geta ferðast til með beinu flugi. Athugið að staðsetningarnar á kortinu sýna ekki hvar borgirnar sem flogið er til eru. Tölurnar tákna fjölda flugfélaga sem fljúga til hvaða lands. Vísir/Sara Talning fréttastofu sýnir að félögin 25 fljúgi til 51 borgar í 25 löndum. Gert var ráð fyrir að Play yrði með átta prósent markaðshlutdeild síðustu þrjá mánuði ársins, áður en félagið fór í þrot. Það er því úr nægu að velja fyrir Íslendinga á leið erlendis. Hér má sjá merki flugfélaganna 25 sem fljúga til og frá Íslandi.Vísir/Sara Það vakti þó athygli að skömmu eftir fall Play hækkaði sætisverð hjá Icelandair töluvert. Flugfélög nota alla jafna kerfi sem kallast „Dynamic Pricing“ eða kvikverðlagning, sem miðar að því að verð breytist mjög hratt eftir eftirspurn, árstíma, framboði og fleiru. „Hún er ekkert náttúrulögmál. Það á ekkert endilega alltaf við að beita henni, sér í lagi ekki þegar eitthvað svona kemur upp á. Þegar fólk er á flæðiskeri statt að hækka þá verð á flugmiðum upp úr öllu valdi. Það finnst mér ekki flott,“ segir Breki. Neytendur Fréttir af flugi Play Gjaldþrot Play Icelandair Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Miðað við samtöl fréttastofu við stóra aðila innan ferðamannageirans hefur gjaldþrot Play haft minni áhrif á stærri fyrirtæki en búist var við. Lítið er um að stærri hópar afbóki eða fresti ferðum til landsins, þó dæmi séu um það. Fréttastofa hefur þó heyrt af fjölda einstaklinga og minni hópa sem gjaldþrotið hefur áhrif á. Jólaferðir til Spánar sem eru tímabundið á ís og fleira. Samkvæmt Neytendalögum ber ferðaskrifstofum að aðstoða þá sem kaupa pakkaferðir við að komast á áfangastað. Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi ábendinga sem sýna að stofurnar hafa lent í smá brasi. „Við höfum orðið vör við það að það eru ferðaskrifstofur sem benda farþegum sínum á að reyna að redda sér sjálfum flugferðum. Með misjafnri útkomu. Það er oft á tíðum erfitt að finna beint flug á þann stað sem menn ætluðu á upprunalega, þannig þetta er flókin staða,“ segir Breki. Þrátt fyrir að Play skilji eftir gat á markaðinum, er enn fjöldi flugfélaga sem flýgur til og frá Íslandi. Samkvæmt Isavia eru 25 flugfélög með áætlunarflug til Íslands einhvern hluta ársins. Taka ber fram að hluti býður eingöngu upp á flug á ákveðnum tímum ársins. Kort sem sýnir löndin sem Íslendingar geta ferðast til með beinu flugi. Athugið að staðsetningarnar á kortinu sýna ekki hvar borgirnar sem flogið er til eru. Tölurnar tákna fjölda flugfélaga sem fljúga til hvaða lands. Vísir/Sara Talning fréttastofu sýnir að félögin 25 fljúgi til 51 borgar í 25 löndum. Gert var ráð fyrir að Play yrði með átta prósent markaðshlutdeild síðustu þrjá mánuði ársins, áður en félagið fór í þrot. Það er því úr nægu að velja fyrir Íslendinga á leið erlendis. Hér má sjá merki flugfélaganna 25 sem fljúga til og frá Íslandi.Vísir/Sara Það vakti þó athygli að skömmu eftir fall Play hækkaði sætisverð hjá Icelandair töluvert. Flugfélög nota alla jafna kerfi sem kallast „Dynamic Pricing“ eða kvikverðlagning, sem miðar að því að verð breytist mjög hratt eftir eftirspurn, árstíma, framboði og fleiru. „Hún er ekkert náttúrulögmál. Það á ekkert endilega alltaf við að beita henni, sér í lagi ekki þegar eitthvað svona kemur upp á. Þegar fólk er á flæðiskeri statt að hækka þá verð á flugmiðum upp úr öllu valdi. Það finnst mér ekki flott,“ segir Breki.
Neytendur Fréttir af flugi Play Gjaldþrot Play Icelandair Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira