Íslenski boltinn

Markasúpa í Grafar­holtinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Framherjar Fram voru ekki á skotskónum í dag.
Framherjar Fram voru ekki á skotskónum í dag. Vísir/Ernir

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu.

Hin unga og efnilega Birgitta Rún Finnbogadóttir kom Tindastól yfir þegar 20 mínútur voru liðnar í Grafarholtinu. Heimakonur sneru þó dæminu við með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla áður en fyrri hálfleik var lokið.

Mackenzie Elyze Smith jafnaði metin og Ólína Sif Hilmarsdóttir kom Fram yfir. Það var svo ekki mikið liðið af síðari hálfleik þegar Eyrún Vala Harðardóttir skorðaði þriðja mark Fram.

Eftir það gerðust heimakonur heldur kærulausar og nýttu gestirnir sér það. Nicola Hauk minnkaði muninn og Makala Woods jafnaði metin í 3-3 á 84. mínútu leiksins. Reyndust það lokatölur leiksins.

Þegar ein umferð er eftir er Tindastóll með 18 stig á meðan Fram er með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×