Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 13:33 Stefán Jón vill ekki sjá Ísrael í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. vísir/EPA Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón. Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón.
Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira