Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fagnar stofnun nefndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn. Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Í tilkynningu þess á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að hún fagni því mjög að mannréttindaráðið hafi stigið þetta mikilvæga skref, sem sé vonarneisti fyrir konur og stúlkur Afganistan og skilaboð um að alþjóðasamfélaginu standi ekki á sama um hetjulega baráttu þeirra. „Við höfum beitt okkur fyrir því í mannréttindaráðinu, bæði opinberlega og bakvið tjöldin, að stofnuð verði rannsóknarnefnd svo hægt verði að varpa skýrara ljósi á þau svívirðilegu mannréttindabrot sem birtast sem kerfisbundin kynbundin kúgun gagnvart konum og stúlkum í Afganistan.“ Eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára Í tilkynningunni segir að frá valdatöku talibana árið 2021 hafi mannréttindaráðið samþykkt árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Afganistan þar sem umboð sérlegs skýrslugjafa um málefni Afganistan er endurnýjað. Sérlegur skýrslugjafi ráðsins um málefni Afganistan hafi sagt aðgerðir talibana jafnast á við ofsóknir á grundvelli kynferðis. Afganistan sé eina ríkið í heiminum sem bannar stúlkum að ganga í skóla eftir tólf ára aldur. Þá séu konur og stúlkur útilokaðar frá opinberu lífi og bannað að sinna ýmsum störfum, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu og réttarkerfinu. Afganskar konur hafi sjálfar lýst aðstæðum sínum sem kynbundinni aðskilnaðarstefnu. Afganir, frjáls félagasamtök og mannréttindaverðir hafi ítrekað kallað eftir aukinni ábyrgðarskyldu í formi óháðrar rannsóknarnefndar með vítt umboð. Íslendingar tóku virkan þátt Ísland hafi tekið virkan þátt í samningaviðræðum um ályktunina í yfirstandandi haustlotu mannréttindaráðsins. Þá hafi Ísland ásamt fleiri ríkjum stutt við hliðarviðburð með afgönsku baráttufólki fyrir mannréttindum. Ísland hafi verið kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027. Mannréttindaráðið fundi að jafnaði í þremur reglubundnum fundalotum á ári, sem standi yfir í nokkrar vikur í senn.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Afganistan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira