Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 21:25 Anna Kristín Newton ræddi barnagirnd í Reykjavík síðdegis. Bylgjan „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún. Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira