Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 9. október 2025 11:21 Margrét Kristín er nú í haldi Ísraela í Ktzi'ot-fangelsinu. Aðsend Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, segist enn ekkert hafa heyrt af móður sinni. Hún bíði þess að heyra af heimsókn hennar með finnska ræðismanninum. „Ég veit að lögfræðingar Frelsisflotans fengu að hitta 100 af þeim 145 sem eru í haldi í gærkvöldi, en ég veit ekki hvort mamma var ein af þeim,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Í skriflegri yfirlýsingu frá lögfræðingum Frelsisflotans á vegum Adalah-lögfræðimiðstöðvarinnar er atvikalýsingunni við handtöku áhafnarmeðlima lýst nokkuð ítarlega. Þar kemur fram að skipin hafi verið stöðvuð ólöglega af ísraelska sjóhernum á leið til Gaza snemma á miðvikudagsmorgun. Skipin hafi eftir það verið dregin til hafnar í Ashdod. Erlendum þingmönnum vísað strax úr landi Eftir afgreiðslu í Ashdod-höfn hafi flestir áhafnarmeðlimir verið sendir í Ktzi'ot-fangelsið. Fangelsið sé alræmt fyrir harðneskjulegar og niðurlægjandi aðstæður. Þrír áhafnarmeðlimir með ísraelskan ríkisborgararétt hafi verið teknir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þeir eru samkvæmt yfirlýsingunni enn í haldi og er búist við því að þeir fari fyrir dómara í dag. Þá segir að erlendum þingmönnum úr áhöfninni hafi verið vísað úr landi seint í gær eða snemma í dag en að lögmennirnir eigi eftir að staðfesta þetta. Neydd til krjúpa og til að lýsa yfir ást sinni á Ísrael Í yfirlýsingunni segir jafnframt að nokkrir áhafnarmeðlimir hafi tilkynnt þeim um líkamlegt ofbeldi, niðurlægingu og ómannúðlega meðferð þegar skipið var stöðvað og eftir það. Hermenn hafi sparkað, slegið í þau, rifið í hár þeirra og tekið harkalega á þeim. Einhverjir hafi verið neyddir í óþægilegar eða streituvaldandi stellingar og þurft að krjúpa tímunum saman með höfuðið niðri og hendur bundnar fyrir aftan bak, eða voru neydd til að sitja á hnjánum í langan tíma, í sumum tilfellum í sólskini. Einhverjir áhafnarmeðlimir greindu lögfræðingunum þá einnig frá því að hafa verið hæddir, móðgaðir og neyddir til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Þessar lýsingar eru svipaðar þeim sem áhafnarmeðlimir annarra skipa hafa lýst eftir að hafa verið sleppt úr haldi Ísraela. Irene Khan, sérstakur rannsakandi og skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna hvað varðar mál- og tjáningarfrelsi, birti í gærkvöldi yfirlýsingu um handtöku skipverjanna. Þar segir að um klárt brot á alþjóðalögum sé að ræða og að Ísraelum beri að tryggja öryggi og mannréttindi skipverjanna. Von um friðarsamkomulag Von er á því að samið verði um vopnahlé í átökum Ísraela og Hamas í dag. Ríkisstjórn Ísrael fundar í dag um nýtt samkomulag. Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. Utanríkisráðherra Palestínu er staddur á Íslandi til að funda með utanríkisráðherra. Hún ávarpaði fjölmiðla fyrr í dag og sagði sérstakan heiður að vera á Íslandi á þessum tímamótum. Ertu með fréttnæma ábendingu? Þú getur sent okkur fréttaskot - nafnlaust ef málið er viðkvæmt. Annars er fullum trúnaði alltaf heitið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07 „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, segist enn ekkert hafa heyrt af móður sinni. Hún bíði þess að heyra af heimsókn hennar með finnska ræðismanninum. „Ég veit að lögfræðingar Frelsisflotans fengu að hitta 100 af þeim 145 sem eru í haldi í gærkvöldi, en ég veit ekki hvort mamma var ein af þeim,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Í skriflegri yfirlýsingu frá lögfræðingum Frelsisflotans á vegum Adalah-lögfræðimiðstöðvarinnar er atvikalýsingunni við handtöku áhafnarmeðlima lýst nokkuð ítarlega. Þar kemur fram að skipin hafi verið stöðvuð ólöglega af ísraelska sjóhernum á leið til Gaza snemma á miðvikudagsmorgun. Skipin hafi eftir það verið dregin til hafnar í Ashdod. Erlendum þingmönnum vísað strax úr landi Eftir afgreiðslu í Ashdod-höfn hafi flestir áhafnarmeðlimir verið sendir í Ktzi'ot-fangelsið. Fangelsið sé alræmt fyrir harðneskjulegar og niðurlægjandi aðstæður. Þrír áhafnarmeðlimir með ísraelskan ríkisborgararétt hafi verið teknir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þeir eru samkvæmt yfirlýsingunni enn í haldi og er búist við því að þeir fari fyrir dómara í dag. Þá segir að erlendum þingmönnum úr áhöfninni hafi verið vísað úr landi seint í gær eða snemma í dag en að lögmennirnir eigi eftir að staðfesta þetta. Neydd til krjúpa og til að lýsa yfir ást sinni á Ísrael Í yfirlýsingunni segir jafnframt að nokkrir áhafnarmeðlimir hafi tilkynnt þeim um líkamlegt ofbeldi, niðurlægingu og ómannúðlega meðferð þegar skipið var stöðvað og eftir það. Hermenn hafi sparkað, slegið í þau, rifið í hár þeirra og tekið harkalega á þeim. Einhverjir hafi verið neyddir í óþægilegar eða streituvaldandi stellingar og þurft að krjúpa tímunum saman með höfuðið niðri og hendur bundnar fyrir aftan bak, eða voru neydd til að sitja á hnjánum í langan tíma, í sumum tilfellum í sólskini. Einhverjir áhafnarmeðlimir greindu lögfræðingunum þá einnig frá því að hafa verið hæddir, móðgaðir og neyddir til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Þessar lýsingar eru svipaðar þeim sem áhafnarmeðlimir annarra skipa hafa lýst eftir að hafa verið sleppt úr haldi Ísraela. Irene Khan, sérstakur rannsakandi og skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna hvað varðar mál- og tjáningarfrelsi, birti í gærkvöldi yfirlýsingu um handtöku skipverjanna. Þar segir að um klárt brot á alþjóðalögum sé að ræða og að Ísraelum beri að tryggja öryggi og mannréttindi skipverjanna. Von um friðarsamkomulag Von er á því að samið verði um vopnahlé í átökum Ísraela og Hamas í dag. Ríkisstjórn Ísrael fundar í dag um nýtt samkomulag. Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. Utanríkisráðherra Palestínu er staddur á Íslandi til að funda með utanríkisráðherra. Hún ávarpaði fjölmiðla fyrr í dag og sagði sérstakan heiður að vera á Íslandi á þessum tímamótum. Ertu með fréttnæma ábendingu? Þú getur sent okkur fréttaskot - nafnlaust ef málið er viðkvæmt. Annars er fullum trúnaði alltaf heitið.
Ertu með fréttnæma ábendingu? Þú getur sent okkur fréttaskot - nafnlaust ef málið er viðkvæmt. Annars er fullum trúnaði alltaf heitið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07 „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. 9. október 2025 11:07
„Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir Ísraela og Hamas-liða í dauðafæri á að ná samkomulagi um varanlegan frið á Gasa og í Palestínu. Stóra prófið sé fundur ríkisstjórnar Ísraels í dag þar sem þarf að samþykkja samkomulagið. Eftir það taki við lausn gísla, brottlutningur Ísraelshers frá Gasa og flutningur hjálpargagna inn á svæðið. 9. október 2025 08:37
Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40