Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 9. október 2025 11:47 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar