Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson og Sigurgeir B. Þórisson skrifa 9. október 2025 13:31 Félag fósturforeldra fagnar að Umboðsmaður barna hafi óskað eftir því við forsætisráðherra að fram fari rannsókn á afdrifum barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum á vegum ríkisins. Þá tökum við undir með Umboðsmanni um mikilvægi þess að lagt sé mat á það hvort úrræðin skili tilætluðum árangri og hvort verið sé að veita þjónustu sem raunverulega gagnast þeim skjólstæðingum sem þjónustuna þiggja. Félaginu finnst mikilvægt að minna einnig á fósturbörn í þessari umræðu og að samhliða þeirri kröfu Umboðsmanns sé gerð samkonar krafa um að ríkið axli ábyrgð á skyldu sinni að gera slíkt hið sama með ásættanlegum hætti þegar kemur að þeim börnum sem íslenskt ríki og sveitarfélög fela fósturforeldrum að tryggja umönnun og öryggi. Árið 2010 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrst athugasemd um að slík athugun hefði ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir og hefur endurtekið þær athugasemdir í úttektum síðan þá. Ráðherra lýsir áhugaleysi kerfisins fyrir 8 árum Í maí 2017 fór fram umræða á Alþingi um afdrif fósturbarna. Þar var spurt hve mörg þeirra lyku grunnskóla og svo framhaldsskóla og hvaða stuðning þau fengu að fóstri loknu. Svörin voru á þá leið að hið opinbera hefði engar upplýsingar til að byggja á til að svara þessari fyrirspurn. Félag fósturforeldra átti þátt í að þessi fyrirspurn lá fyrir á Alþingi og vildi með því draga fram þann vanda sem væri fyrir hendi. Við það tilefni lét þáverandi Félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, eftirfarandi orð falla þar sem hann gekkst við því að hér væri um að ræða augljósan og alvarlegan vanda: „Mér þótti það mjög umhugsunarvert, komandi nýr að þessum málaflokki fyrir skömmu síðan, hversu litlar upplýsingar, lítil samantekt virðist vera á því hvernig þeim börnum vegnar sem færð eru í fóstur, hvort sem er tímabundið eða varanlega, og hlýtur auðvitað að teljast ákveðinn áfellisdómur yfir kerfinu. Mér finnst þetta endurspegla hálfgert áhugaleysi á afdrifum barnanna og hversu lítinn metnað við leggjum í raun í mat á árangri, sem hlýtur að vera lykilatriði þessa máls“ Félagasamtök taka sig saman til að vekja athygli á málinu Í grein sem birtist á Vísi í mars árið 2022 reyndi formaður Félags fósturforeldra ásamt framkvæmdastjórum UNICEF, SOS Barnaþorpa og Barnaheilla að vekja athygli á því að stjórnvöld ættu að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun væri nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og til að gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Þar var einnig bent á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hefði þá ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Sömu aðilar fóru á fund með Umboðsmanni barna árið 2021 og óskuðu liðsinni í þessum efnum, en Umboðsmaður barna vísaði málinu frá þar sem málið snerti ekki rannsókn á börnum heldur uppkomnum einstaklingum. Því er þó fagnað að svo virðist sem ákveðin viðhorfsbreyting hafi orðið innan embættisins í þeim efnum þó óljóst sé hvort Umboðsmaður horfi til fósturs sem meðferðarúrræðis á vegum ríkisins sem Félag fósturforeldra lítur ekki á að fóstur sé. Fyrstu rannsóknir gefa ákveðna vísbendingu en eru ekki nægjanlegar Skref var tekið í rétta átt þegar megindleg rannsókn var framkvæmd af fyrrum meistaranema á vegum félagsráðgjafadeildar með leiðsögn prófessors við deildina. Markmiðið þeirrar rannsóknar var að kanna stöðu fyrrum fósturbarna á Íslandi, auk þess að skoða hvernig þau upplifðu tímann sem þau dvöldu í fóstri. Vonuðust ábyrgðarmenn rannsóknarinnar að niðurstaða hennar gæti sýnt fram á mikilvægi þess að gerð yrði stærri rannsókn á stöðu hópsins á fullorðinsárum sem næði til allra fyrrum fósturbarna landsins. Niðurstöður þeirrar rannsóknar gáfu ýmsar áhugaverðar vísbendingar um það sem betur mætti fara. Fyrrum fósturbörn sem tóku þátt í könnuninni höfðu lægra menntunarstig og voru á lægra launabili samanborið við almenning í landinu, þá var atvinnuþátttaka þeirra minni og örorka algengari en meðal almennings. Rúmlega 81% mátu það rétta ákvörðun að vista þau í fóstri, rúmlega 70% þeirra vildu að inngrip og fósturráðstöfun hefði hafist fyrr en einungis 10% töldu að staða þeirra væri betri ef ekki hefði komið til fósturs. Rúmlega 61% hefðu viljað að barnaverndarstarfsmaður sem fór með mál þeirra hefði oftar vitjað þeirra í fóstri og tæplega helmingur þátttakenda taldi sig ekki hafa boðist regluleg viðtöl hjá fagaðilum til að vinna úr erfiðleikum sínum þrátt fyrir að hafa þurft á þeim að halda. Rúmlega 63% sögðust engan frekari stuðning eða eftirfylgd hafa fengið frá félagsmálayfirvöldum eftir að fóstri þeirra lauk þrátt fyrir að tæplega 81% hafi leitað sér aðstoðar við geðrænum eða andlegum erfiðleikum Áðurnefnd rannsókn dugir þó ekki til að fullyrða um þessar sömu spurningar fyrir öll uppkomin fósturbörn. Rannsakendur þurftu að reiða á mátt fésbókarinnar til að auglýsa eftir fyrrum fósturbörnum til þátttöku þar sem betri upplýsingar um fyrrum fósturbörn voru ekki fyrir hendi. Rannsóknin byggir því á svörum 89 fyrrum fósturbarna á aldrinum 18-40 ára sem svöruðu því kalli og verður að teljast rannsakendum til hróss að hafa aflað svo margra svara. En til samanburðar hafa árlegar umsóknir um fósturheimili á landsvísu verið um 140-160 síðasta áratuginn og ætla má að 400-600 börn séu í fóstri hverju sinni. Fjöldi uppkominna fósturbarna er því talsvert meiri. Að beiðni Mennta- og barnamálaráðuneytis og í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu framkvæmdi svo sami prófessor við félagsráðgjafadeild aðra samskonar rannsókn. Að þessu sinni var reynt að ná til 230 fyrrum fósturbarna á aldrinum 20-25 ára sem BOFS hafði nafnalista yfir. Af þeim náðist á 187 einstaklinga og tóku 71 þeirra þátt. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru af svipuðu meiði. Aftur sýndu niðurstöður lægra menntunarstig samanborið við sama aldursbil meðal almennings, þá sérstaklega þegar kom að háskólanámi, atvinnuþátttaka þeirra var einnig lægri og örorka var algengari. Rúmlega 93% taldi það rétta ákvörðun að vista þau í fóstri og 64% töldu að fóstrið hefði átt að hefjast fyrr, þá töldu 61% þeirra sem höfðu verið í skammtímafóstri að það hefði átt að standa lengur yfir og eingöngu 5% töldu að þau væru í betri stöðu í dag ef ekki hefði komið til fósturs. 22% þátttakenda lýstu að barnaverndarstarfsmaður hefði ekki sinnt lögbundnu lágmarki um vitjanir með fóstrinu og 20% sögðust ekki hafa boðist viðtöl hjá fagaðilum til að vinna úr erfiðleikum þótt þau hefðu þurft á því að halda 43% sögðust engan frekari stuðning hafa fengið frá barnaverndaryfirvöldum eftir að fóstri lauk þó rúmlega 82% sögðust hafa glímt við sálræna erfiðleika. Takmörk fyrirliggjandi rannsókna Vandi þessarar síðari og stærri rannsóknar er að svarhlutfall var of lágt til að unnt sé að nýta niðurstöðunnar til að alhæfa um þýðið. En þrátt fyrir að svo væri myndi enn skorta svör við sömu spurningum fyrir fyrrum fósturbörn sem eldri eru orðin og þar með samanburð á mikilvægum árangursmælum á milli kynslóða og hvaða aðstöðumunur eða stefnubreyting í málaflokknum kunni að skýra mun á þeim. Hið opinbera ber að tryggja að álíka rannsóknir geti náð til allra þeirra fyrrum fósturbarna svo að raddir þeirra megi heyrast og læra megi sem best af reynslu þeirra. Það er skilningur félagsins að áskorun sé að framkvæma samskonar rannsókn umi eldri einstaklinga einfaldlega vegna þess að hið opinbera hefur ekki haldið miðlæga skrá um fósturbörn fyrr en nýlega. Söguleg gögn um hver hafa áður verið í fóstri, hvar og hve lengi eru því á víð og dreif innan ólíkra barnaverndarþjónusta, sveitarfélaga og ríkisstofnana. Nema í þeim tilfellum þar sem haldið var rassvasabókhald um viðkomandi fóstur, gögn fjölda fósturmála eru því sennilega glötuð. Með góðum vilja ætti þó að vera hægt að skikka alla þessa aðila að kemba sig í gegnum skjalahirslur sínar og taka saman þessar upplýsingar í eitt skipti fyrir öll. Leiðin að lausninni Nú þarf að ráða niðurlögum þess áhugaleysis sem fyrrum ráðherra vísaði til og efla þann metnað sem lagður er í mat á árangri. Með vilja og ásetningi má setja saman endanlegan lista um þau sem sögulega hafa verið vistuð í fóstri. Þær upplýsingar má nota til rannsókna á lýðfræðilegum lykilbreytum sem skrá er um hjá hinu opinbera. Þá má einnig áfram reyna að ná betur til hópsins um þátttöku í rannsóknum þegar slíkur listi liggur fyrir. Slíkar rannsóknir þurfa svo ekki einungis að vera framkvæmdar, heldur þarf að vinna vel úr niðurstöðum og þær þurfa að vera til grundvallar í allri ákvarðanatöku um stefnumörkun og umbætur í málaflokknum. Félag fósturforeldra minnir því enn á aftur á tilmæli Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og að enn hafi ekki verið framkvæmd ásættanleg athugun á afdrifum fósturbarna þó jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum. Félagið kallar eftir því að hið opinbera tryggi nú að afdrifskannanir séu gerðar með reglubundnum hætti svo að vakta megi afdrif uppkominna fósturbarna með ásættanlegum hætti. Fósturbörn er viðkvæmur hópur sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Sem samfélagi ber okkur ekki einungis að hlúa að þeim heldur líka að búa þeim sem besta framtíð og að styðja þau með þeim hætti að þau standi jöfnum fótum í samfélaginu. Þeim til heilla og farsældar. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Sigurgeir B. Þórisson, framkvæmdastjóri Félags fósturforeldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Félag fósturforeldra fagnar að Umboðsmaður barna hafi óskað eftir því við forsætisráðherra að fram fari rannsókn á afdrifum barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum á vegum ríkisins. Þá tökum við undir með Umboðsmanni um mikilvægi þess að lagt sé mat á það hvort úrræðin skili tilætluðum árangri og hvort verið sé að veita þjónustu sem raunverulega gagnast þeim skjólstæðingum sem þjónustuna þiggja. Félaginu finnst mikilvægt að minna einnig á fósturbörn í þessari umræðu og að samhliða þeirri kröfu Umboðsmanns sé gerð samkonar krafa um að ríkið axli ábyrgð á skyldu sinni að gera slíkt hið sama með ásættanlegum hætti þegar kemur að þeim börnum sem íslenskt ríki og sveitarfélög fela fósturforeldrum að tryggja umönnun og öryggi. Árið 2010 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrst athugasemd um að slík athugun hefði ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir og hefur endurtekið þær athugasemdir í úttektum síðan þá. Ráðherra lýsir áhugaleysi kerfisins fyrir 8 árum Í maí 2017 fór fram umræða á Alþingi um afdrif fósturbarna. Þar var spurt hve mörg þeirra lyku grunnskóla og svo framhaldsskóla og hvaða stuðning þau fengu að fóstri loknu. Svörin voru á þá leið að hið opinbera hefði engar upplýsingar til að byggja á til að svara þessari fyrirspurn. Félag fósturforeldra átti þátt í að þessi fyrirspurn lá fyrir á Alþingi og vildi með því draga fram þann vanda sem væri fyrir hendi. Við það tilefni lét þáverandi Félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, eftirfarandi orð falla þar sem hann gekkst við því að hér væri um að ræða augljósan og alvarlegan vanda: „Mér þótti það mjög umhugsunarvert, komandi nýr að þessum málaflokki fyrir skömmu síðan, hversu litlar upplýsingar, lítil samantekt virðist vera á því hvernig þeim börnum vegnar sem færð eru í fóstur, hvort sem er tímabundið eða varanlega, og hlýtur auðvitað að teljast ákveðinn áfellisdómur yfir kerfinu. Mér finnst þetta endurspegla hálfgert áhugaleysi á afdrifum barnanna og hversu lítinn metnað við leggjum í raun í mat á árangri, sem hlýtur að vera lykilatriði þessa máls“ Félagasamtök taka sig saman til að vekja athygli á málinu Í grein sem birtist á Vísi í mars árið 2022 reyndi formaður Félags fósturforeldra ásamt framkvæmdastjórum UNICEF, SOS Barnaþorpa og Barnaheilla að vekja athygli á því að stjórnvöld ættu að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun væri nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og til að gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Þar var einnig bent á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hefði þá ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Sömu aðilar fóru á fund með Umboðsmanni barna árið 2021 og óskuðu liðsinni í þessum efnum, en Umboðsmaður barna vísaði málinu frá þar sem málið snerti ekki rannsókn á börnum heldur uppkomnum einstaklingum. Því er þó fagnað að svo virðist sem ákveðin viðhorfsbreyting hafi orðið innan embættisins í þeim efnum þó óljóst sé hvort Umboðsmaður horfi til fósturs sem meðferðarúrræðis á vegum ríkisins sem Félag fósturforeldra lítur ekki á að fóstur sé. Fyrstu rannsóknir gefa ákveðna vísbendingu en eru ekki nægjanlegar Skref var tekið í rétta átt þegar megindleg rannsókn var framkvæmd af fyrrum meistaranema á vegum félagsráðgjafadeildar með leiðsögn prófessors við deildina. Markmiðið þeirrar rannsóknar var að kanna stöðu fyrrum fósturbarna á Íslandi, auk þess að skoða hvernig þau upplifðu tímann sem þau dvöldu í fóstri. Vonuðust ábyrgðarmenn rannsóknarinnar að niðurstaða hennar gæti sýnt fram á mikilvægi þess að gerð yrði stærri rannsókn á stöðu hópsins á fullorðinsárum sem næði til allra fyrrum fósturbarna landsins. Niðurstöður þeirrar rannsóknar gáfu ýmsar áhugaverðar vísbendingar um það sem betur mætti fara. Fyrrum fósturbörn sem tóku þátt í könnuninni höfðu lægra menntunarstig og voru á lægra launabili samanborið við almenning í landinu, þá var atvinnuþátttaka þeirra minni og örorka algengari en meðal almennings. Rúmlega 81% mátu það rétta ákvörðun að vista þau í fóstri, rúmlega 70% þeirra vildu að inngrip og fósturráðstöfun hefði hafist fyrr en einungis 10% töldu að staða þeirra væri betri ef ekki hefði komið til fósturs. Rúmlega 61% hefðu viljað að barnaverndarstarfsmaður sem fór með mál þeirra hefði oftar vitjað þeirra í fóstri og tæplega helmingur þátttakenda taldi sig ekki hafa boðist regluleg viðtöl hjá fagaðilum til að vinna úr erfiðleikum sínum þrátt fyrir að hafa þurft á þeim að halda. Rúmlega 63% sögðust engan frekari stuðning eða eftirfylgd hafa fengið frá félagsmálayfirvöldum eftir að fóstri þeirra lauk þrátt fyrir að tæplega 81% hafi leitað sér aðstoðar við geðrænum eða andlegum erfiðleikum Áðurnefnd rannsókn dugir þó ekki til að fullyrða um þessar sömu spurningar fyrir öll uppkomin fósturbörn. Rannsakendur þurftu að reiða á mátt fésbókarinnar til að auglýsa eftir fyrrum fósturbörnum til þátttöku þar sem betri upplýsingar um fyrrum fósturbörn voru ekki fyrir hendi. Rannsóknin byggir því á svörum 89 fyrrum fósturbarna á aldrinum 18-40 ára sem svöruðu því kalli og verður að teljast rannsakendum til hróss að hafa aflað svo margra svara. En til samanburðar hafa árlegar umsóknir um fósturheimili á landsvísu verið um 140-160 síðasta áratuginn og ætla má að 400-600 börn séu í fóstri hverju sinni. Fjöldi uppkominna fósturbarna er því talsvert meiri. Að beiðni Mennta- og barnamálaráðuneytis og í samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu framkvæmdi svo sami prófessor við félagsráðgjafadeild aðra samskonar rannsókn. Að þessu sinni var reynt að ná til 230 fyrrum fósturbarna á aldrinum 20-25 ára sem BOFS hafði nafnalista yfir. Af þeim náðist á 187 einstaklinga og tóku 71 þeirra þátt. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru af svipuðu meiði. Aftur sýndu niðurstöður lægra menntunarstig samanborið við sama aldursbil meðal almennings, þá sérstaklega þegar kom að háskólanámi, atvinnuþátttaka þeirra var einnig lægri og örorka var algengari. Rúmlega 93% taldi það rétta ákvörðun að vista þau í fóstri og 64% töldu að fóstrið hefði átt að hefjast fyrr, þá töldu 61% þeirra sem höfðu verið í skammtímafóstri að það hefði átt að standa lengur yfir og eingöngu 5% töldu að þau væru í betri stöðu í dag ef ekki hefði komið til fósturs. 22% þátttakenda lýstu að barnaverndarstarfsmaður hefði ekki sinnt lögbundnu lágmarki um vitjanir með fóstrinu og 20% sögðust ekki hafa boðist viðtöl hjá fagaðilum til að vinna úr erfiðleikum þótt þau hefðu þurft á því að halda 43% sögðust engan frekari stuðning hafa fengið frá barnaverndaryfirvöldum eftir að fóstri lauk þó rúmlega 82% sögðust hafa glímt við sálræna erfiðleika. Takmörk fyrirliggjandi rannsókna Vandi þessarar síðari og stærri rannsóknar er að svarhlutfall var of lágt til að unnt sé að nýta niðurstöðunnar til að alhæfa um þýðið. En þrátt fyrir að svo væri myndi enn skorta svör við sömu spurningum fyrir fyrrum fósturbörn sem eldri eru orðin og þar með samanburð á mikilvægum árangursmælum á milli kynslóða og hvaða aðstöðumunur eða stefnubreyting í málaflokknum kunni að skýra mun á þeim. Hið opinbera ber að tryggja að álíka rannsóknir geti náð til allra þeirra fyrrum fósturbarna svo að raddir þeirra megi heyrast og læra megi sem best af reynslu þeirra. Það er skilningur félagsins að áskorun sé að framkvæma samskonar rannsókn umi eldri einstaklinga einfaldlega vegna þess að hið opinbera hefur ekki haldið miðlæga skrá um fósturbörn fyrr en nýlega. Söguleg gögn um hver hafa áður verið í fóstri, hvar og hve lengi eru því á víð og dreif innan ólíkra barnaverndarþjónusta, sveitarfélaga og ríkisstofnana. Nema í þeim tilfellum þar sem haldið var rassvasabókhald um viðkomandi fóstur, gögn fjölda fósturmála eru því sennilega glötuð. Með góðum vilja ætti þó að vera hægt að skikka alla þessa aðila að kemba sig í gegnum skjalahirslur sínar og taka saman þessar upplýsingar í eitt skipti fyrir öll. Leiðin að lausninni Nú þarf að ráða niðurlögum þess áhugaleysis sem fyrrum ráðherra vísaði til og efla þann metnað sem lagður er í mat á árangri. Með vilja og ásetningi má setja saman endanlegan lista um þau sem sögulega hafa verið vistuð í fóstri. Þær upplýsingar má nota til rannsókna á lýðfræðilegum lykilbreytum sem skrá er um hjá hinu opinbera. Þá má einnig áfram reyna að ná betur til hópsins um þátttöku í rannsóknum þegar slíkur listi liggur fyrir. Slíkar rannsóknir þurfa svo ekki einungis að vera framkvæmdar, heldur þarf að vinna vel úr niðurstöðum og þær þurfa að vera til grundvallar í allri ákvarðanatöku um stefnumörkun og umbætur í málaflokknum. Félag fósturforeldra minnir því enn á aftur á tilmæli Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og að enn hafi ekki verið framkvæmd ásættanleg athugun á afdrifum fósturbarna þó jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum. Félagið kallar eftir því að hið opinbera tryggi nú að afdrifskannanir séu gerðar með reglubundnum hætti svo að vakta megi afdrif uppkominna fósturbarna með ásættanlegum hætti. Fósturbörn er viðkvæmur hópur sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Sem samfélagi ber okkur ekki einungis að hlúa að þeim heldur líka að búa þeim sem besta framtíð og að styðja þau með þeim hætti að þau standi jöfnum fótum í samfélaginu. Þeim til heilla og farsældar. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Sigurgeir B. Þórisson, framkvæmdastjóri Félags fósturforeldra
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun