Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2025 06:56 Trump ásælist verðlaunin mjög og segir það myndu verða hneyksli ef hann fær þau ekki og móðgun við Bandaríkin. Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom. Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom.
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira