Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar 10. október 2025 18:01 Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun