Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 11:26 Forsetinn vaknar líklega sár og svekktur þennan morguninn þegar hann heyrir af tíðindunum. Vísir/AP Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin á tíma sínum sem Bandaríkjaforseti. Í umfjöllun Guardian um það hvernig náðist að tryggja friðarsamkomulag milli Ísraels og Hamas er haft eftir breskum diplómata að forsetinn hafi verið líkt og „óstöðvandi afl“ í því að tryggja friðinn. „Fólk vill ekki heyra þetta en kosturinn við Trump er að þegar hann ákveður að gera eitthvað er hann eins og óstöðvandi afl. Og hann setti svo sannarlega pressu á Ísraela.“ Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að handhafi friðarverðlauna Nóbels í þetta sinn sé María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela, fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Eftir tilkynninguna hafa margir beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjaforseta. Steven Cheung samskiptastjóri Hvíta hússins segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að nefndin hafi þarna valið pólitík fram yfir frið. Forsetinn „muni halda áfram að gera friðarsamninga, binda enda á stríð og bjarga mannslífum.“ Þá segir hann Trump hafi hjarta mannúðarvinar: „Og það verður aldrei neinn eins og hann sem getur flutt fjöll með hreinum viljastyrk sínum.“ Ýmsir lögðu forsetanum lið í baráttu sinni fyrir verðlaununum og sögðust styðja það að hann fengi þau, meðal annars Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Nóbelsverðlaun Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin á tíma sínum sem Bandaríkjaforseti. Í umfjöllun Guardian um það hvernig náðist að tryggja friðarsamkomulag milli Ísraels og Hamas er haft eftir breskum diplómata að forsetinn hafi verið líkt og „óstöðvandi afl“ í því að tryggja friðinn. „Fólk vill ekki heyra þetta en kosturinn við Trump er að þegar hann ákveður að gera eitthvað er hann eins og óstöðvandi afl. Og hann setti svo sannarlega pressu á Ísraela.“ Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að handhafi friðarverðlauna Nóbels í þetta sinn sé María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela, fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Eftir tilkynninguna hafa margir beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjaforseta. Steven Cheung samskiptastjóri Hvíta hússins segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að nefndin hafi þarna valið pólitík fram yfir frið. Forsetinn „muni halda áfram að gera friðarsamninga, binda enda á stríð og bjarga mannslífum.“ Þá segir hann Trump hafi hjarta mannúðarvinar: „Og það verður aldrei neinn eins og hann sem getur flutt fjöll með hreinum viljastyrk sínum.“ Ýmsir lögðu forsetanum lið í baráttu sinni fyrir verðlaununum og sögðust styðja það að hann fengi þau, meðal annars Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.
Nóbelsverðlaun Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01