Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar 12. október 2025 16:30 Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun