Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 13. október 2025 09:02 Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennafrídagurinn Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun