Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2025 08:12 Viðskiptavinurinn lagði einungis fram fjórar ljósmyndir máli sínu til stuðnings. Myndin er úr myndabanka og tengist því fréttinni ekki beint. Getty Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Þar segir að viðskiptavinurinn hafi keypt sófann í október 2023 og greitt fyrir hann um 142 þúsund krónur. Á nýársdag 2024 sendi kaupandinn varnaraðila tölvupóst þar sem hann kvartaði undan slökum stífleika í sætispúðum sófans. Í póstinum rakti viðskiptavinurinn að þegar setið væri í sófanum væri líkt og setið væri á sófagrindinni sjálfri. Þá sagði hann að púðarnir væru mjög lausir og því væri tíð þörf á að laga þá til. Í kjölfar skoðunar seljandans á sófanum um miðjan janúar 2024 var kaupandanum að endingu boðið að fá afhentan nýjan sófa sem hann og þáði. Á nýársdegi í ár, 2025, sendi kaupandinn annan tölvupóst og kvartaði þá aftur undan sætispúðum í nýja sófanum. Krafðist kaupandinn úrbóta en seljandinn hafnaði slíku. Kaupandinn vildi meina að báðir sófarnir sem hann fékk afhenta hafi verið gallaðir og lagði hann meðal annars fram fjórar ljósmyndir því til stuðnings. Kaupandinn vildi meina að hann ætti rétt á að fá gallann bættan í tvö ár eftir kaupin og krafðist því endurgreiðslu. Komið til móts við kaupandann Í málinu vísaði seljandi sófans til þess að kaupandinn hafi gert athugasemdir við stífleika sætispúða í sófanum í byrjun árs 2024 og þar sem framleiðslu á áklæði sófa viðskiptavinarins hafi verið hætt í framleiðslu hafi verið ákveðið að koma til móts við hann og afhent honum nýjan sams konar sófa með öðru áklæði. Sama umkvörtunarefni hafi svo borist ári síðar og vísaði seljandinn til þess að umræddur sófi sé hannaður með lausum svamppúðum og einfaldri uppbyggingu sem eðlilega mýkist við notkun með tímanum. „Í báðum þessum tilvikum hafi varnaraðili ekki metið svo að um galla hafi verið að ræða heldur einstaklingsbundna upplifun og væntingar sóknaraðila til áferðar og þæginda sófans,“ segir í úrskurðinum. Ekki galli sem seljandi bar ábyrgð á Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að einungis hafi verið lagðar fram ljósmyndir til stuðnings kröfunni, en að ekki væri hægt að fullyrða um það hversu lengi tiltekinn stífleiki á að vera í sætispúðum sófa enda fari það eftir aðstæðum hverju sinni, þar með talið hönnun sófa og síðan meðferð og notkun kaupanda. „Að mati kærunefndarinnar hefur sóknaraðila ekki tekist að sýna fram á að slakur stífleiki í sætispúðum stafi af galla sem varnaraðili beri ábyrgð á. Verður því að hafna kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum.
Úrskurðar- og kærunefndir Verslun Tengdar fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21 Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36 Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. 10. október 2025 14:21
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. 10. október 2025 13:36
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. 11. október 2025 14:00