„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:09 Einar Jónsson og hans menn læra eflaust margt af slagnum við Porto í kvöld. Vísir/Diego Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn. „Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
„Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira