Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 09:02 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill halda þjóðfund um menntamál. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira